fbpx
-Auglýsing-

Benda á hvorn annan vegna styrktarsjóðs hjartveiku barnanna

Upplýsingafulltrúar gamla og nýja Landsbankans hafa ekki viljað tjá sig um stefnu Styrktarsjóðs hjartveikra barna á hendur gamla bankanum og Landsvaka heldur benda á hvorn annan.

Sjóðurinn hefur stefnt Landsvaka, sem nú tilheyrir nýja Landsbankanum og Lárusi Finnbogasyni, fyrrverandi formann skilanefndar gamla Landsbankans, vegna ráðstöfunar með fé sjóðsins í peningamarkaðssjóði Landsvaka fyrir bankahrun.

Þá hefur Tryggva Tryggvasyni, framkvæmdarstjóra, verið stefnt fyrir hönd Landsvaka.

Sjóðurinn tapaði 21 milljón króna en formaður stjórnar hjartveikra barna, Guðrún Pétursdóttir, hefur verið harðorð í fjölmiðlum gagnvart Landsbankanum. Hún segir að hjartveik börn og foreldrar þeirra séu fórnarlömb þess að Landsbankinn virti ekki vörslusamning sem gerður var við sjóðinn árið 2005.

- Auglýsing-

Þegar Vísir leitaði viðbragða hjá skilanefnd gamla Landsbankans fengust þau svör að hugsanlega væri fréttatilkynning á leiðinni. Þá fengust einnig þau svör hjá skilanefndinni að hún teldi það ekki sitt að svara fyrir peningamarkaðssjóðs Landsvaka. Þá var bent á að málið varðaði frekar nýja Landsbankann en Landsvaki heyrir undir hann núna.

Þegar haft var samband við samskiptasvið nýja Landsbankans var aftur bent á þann gamla. Þegar aftur var haft samband við skilanefndina fengust þau svör að forsvarsmenn hennar myndi ekki tjá sig heldur væri beðið niðurstöðu í dómsmálinu.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fyrst var greint frá málinu í fréttum RÚV á sunnudaginn.

www.visir.is 02.09.2009

Auglýsing
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-