-Auglýsing-

Benda á hvorn annan vegna styrktarsjóðs hjartveiku barnanna

Upplýsingafulltrúar gamla og nýja Landsbankans hafa ekki viljað tjá sig um stefnu Styrktarsjóðs hjartveikra barna á hendur gamla bankanum og Landsvaka heldur benda á hvorn annan.

Sjóðurinn hefur stefnt Landsvaka, sem nú tilheyrir nýja Landsbankanum og Lárusi Finnbogasyni, fyrrverandi formann skilanefndar gamla Landsbankans, vegna ráðstöfunar með fé sjóðsins í peningamarkaðssjóði Landsvaka fyrir bankahrun.

-Auglýsing-

Þá hefur Tryggva Tryggvasyni, framkvæmdarstjóra, verið stefnt fyrir hönd Landsvaka.

Sjóðurinn tapaði 21 milljón króna en formaður stjórnar hjartveikra barna, Guðrún Pétursdóttir, hefur verið harðorð í fjölmiðlum gagnvart Landsbankanum. Hún segir að hjartveik börn og foreldrar þeirra séu fórnarlömb þess að Landsbankinn virti ekki vörslusamning sem gerður var við sjóðinn árið 2005.

Þegar Vísir leitaði viðbragða hjá skilanefnd gamla Landsbankans fengust þau svör að hugsanlega væri fréttatilkynning á leiðinni. Þá fengust einnig þau svör hjá skilanefndinni að hún teldi það ekki sitt að svara fyrir peningamarkaðssjóðs Landsvaka. Þá var bent á að málið varðaði frekar nýja Landsbankann en Landsvaki heyrir undir hann núna.

Þegar haft var samband við samskiptasvið nýja Landsbankans var aftur bent á þann gamla. Þegar aftur var haft samband við skilanefndina fengust þau svör að forsvarsmenn hennar myndi ekki tjá sig heldur væri beðið niðurstöðu í dómsmálinu.

- Auglýsing-

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fyrst var greint frá málinu í fréttum RÚV á sunnudaginn.

www.visir.is 02.09.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-