-Auglýsing-

Snarbrattur með nýja hjartað

„Mér heilsast rosalega vel og ég er snarbrattur. Ég var búinn að vaka í eina tvo klukkutíma þegar ég gerði mér grein fyrir að búið væri að skipta um hjarta í mér, mér líður svo vel,“ sagði Jóhannes Kristjánsson, eftirherma í samtali við mbl.is.

Hann gekkst í fyrrinótt undir hjartaígræðslu á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg. Jóhannes er á gjörgæslu en verður fluttur á almenna deild á morgun.

-Auglýsing-

„Hann brosir nú hringinn og líður vel,“ sagði Halldóra Sigurðardóttir, eiginkona Jóhannesar en hún er með honum á sjúkrahúsinu.

Jóhannes fékk alvarlegt hjartaáfall í byrjun júní. Til þess að bjarga lífi hans var flogið með hann til Gautaborgar þar sem grædd var í hann hjartapumpa til þess að halda hjarta hans gangandi. Síðan hefur hann beðið eftir nýju hjarta.

„Það var hringt í okkur um fjögurleytið á mánudaginn og við vorum komin í loftið um hálfsexleytið. Jóhannes fór beint í aðgerðina þegar við komum til Gautaborgar eða um miðnætti að íslenskum tíma,“ segir Halldóra.

„Ég fékk að fara í mjög snöggt bað og síðan beint á skurðarborðið. Aðgerðin gekk mjög vel og allt hefur gengið afar vel í kjölfarið. Ég fór tvisvar fram úr í dag og stóð í lappirnar,“ sagði Jóhannes.

- Auglýsing-

Læknarnir eru að sögn eiginkonu Jóhannesar mjög ánægðir með hversu vel aðgerðin tókst. Jóhannes var kominn á gjörgæsludeild um tólf klukkustundum eftir aðgerðina.

„Hann var tekinn úr öndunarvél á miðnætti í nótt og vaknaði svo sjálfur síðar í nótt. Honum líður mjög vel og trúir því varla að þetta sé búið,“ segir Halldóra eiginkona hans.

Jóhannes fer á almenna deild á morgun og síðan tekur við endurhæfing.

„Ætli þeir haldi mér ekki hér eitthvað áfram, a.m.k. meðan ég er á öllum þessum lyfjum,“ sagði Jóhannes Kristjánsson.

www.mbl.is 02.09.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-