-Auglýsing-

Ástarsorgar heilkennum fjölgar í kórónuveirufaraldrinum

Broken heart syndrome er stundum kallað brostið hjarta heilkennið eða ástarsorgar heilkennið.

Eftir því sem Covid-19 dregst á langinn og kostar fleiri mannslíf tekur hann meiri toll af fólki á margan hátt. Heimsfaraldurinn hefur tekið mikinn tilfinningalegan toll af milljónum manna og kvenna um allan heim. Niðurstöður frá tveimur sjúkrahúsum í Ohio gefa vísbendingu um hvaða áhrif þetta tilfinningalega álag hefur haft – líkamlega og t.d. hjartað.

Rannsakendur við Cleveland klínikið í Ohio greindu frá því að greiningum á „brostið hjarta heilkenni“ (broken heart syndrome) -stundum kallað ástarsorgarheilkennið- hafði fjölgað síðan heimsfaraldurinn COVID-19 hófst. Rannsakendur bentu á að sálrænt, félagslegt og efnahagslegt álag sem hefði gengið yfir bæði heilbrigða og veika einstaklinga væri líklega orsökin samkvæmt lítilli rannsókn sem birt var á dögunum í tímaritinu JAMA Network Open,

Brostið hjarta og heimsfaraldur

Brostið hjarta heilkenni, stundum kallað harmslegill (broken heart syndrome) -einnig þekkt sem streitu hjartavöðvakvilli- getur líkst hjartaáfalli með einkennum eins og brjóstverkjum og mæði en er venjulega ekki banvænt og er tímabundið ástand að sögn vísindamanna.

„COVID-19 heimsfaraldurinn hefur valdið margvíslegu álagi í lífi fólks um allan heim. Fólk hefur ekki aðeins áhyggjur af því að það sjálft eða fjölskyldur þeirra veikist heldur glímir fólk einnig við efnahagsleg og tilfinningleg mál, samfélagsleg vandamál og í mörgum tilfellum einmanaleika og einangrun.“  Þetta er haft eftir Dr. Ankur Kalra hjartalækni á Cleveland klínikinu sem er aðalhöfundur greinarinnar.

„Álagið getur haft líkamleg áhrif á líkama okkar og hjarta eins og sést á fjölgun greininga á streitutengdum hjartavöðvakvilla sem við erum að upplifa.“

Orsakir heilkennisins (broken heart syndrome) eru ekki að fullu ljós en það er almennt talið að líkamlega eða tilfinningalega streituvaldandi atburðir geti valdið aukningu á streituhormónum í líkamanum sem hindrar getu hjartans til að dæla blóði í allan líkamann.

- Auglýsing-

„Önnur einkenni fela í sér óreglulegan hjartslátt, yfirlið og lágan blóðþrýsting,“ að sögn vísindamannanna.

Hverjar voru helstu niðurstöður rannsóknarinnar?

Rannsakendur skoðuðu samtals 1.914 sjúklinga með hjartasjúkdóma. Þar af 258 sem komu á Cleveland klínikið á milli 1. mars og 30. apríl – þegar Kórónuvírusin dreifðist hratt um heimsbyggðina.

Enginn þessara sjúklinga var með jákvætt próf vegna COVID-19 staðfestu vísindamennirnir.

Hinir sjúklingarnir voru sjúklingar sem voru í umsjón heilbrigðisstarfsmanna vegna sinna hjartasjúkdóma fyrir heimsfaraldurinn og var skipt í fjóra hópa eftir því hvenær þeir voru lagðir inn á síðustu tvö ár að sögn rannsakenda.

Á umræddu COVID-19 tímabili voru samtals 20 sjúklingar greindir með brostið hjarta eða broken heart syndrome samanborið við tímann fyrir COVID-19 faraldurinn þar sem talan var á bilinu 5 til 12 sjúklingar á sambærilegu tímabili.

Þetta er aukning tíðni um 6,1%.

Sjúklingar sem voru fluttir á sjúkrahús á tímabilinu 1 mars til 30 apríl dvöldu einnig lengur á sjúkrahúsi en fyrir faraldurinn segir í tilkynningu en „enginn marktækur munur var á dánartíðni milli hópanna.“

„Sjúklingar með streitutengda hjartavöðvakvilla endurheimta almennt hjartastarfsemi sína að fullu og ná sér á nokkrum dögum eða vikum. Þó getur ástandið stundum valdið meiriháttar aukaverkunum á hjarta og æðakerfi líkamans en þær eru sjaldan banvænar,“ sögðu vísindamennirnir í tilkynningunni.

- Auglýsing -

Takmarkanir rannsóknarinnar

Einn sérfræðingur sagði við CNN að það gætu verið hlutdrægni í sýnum rannsóknarinnar vegna þess að aðeins sjúklingar sem höfðu verið til meðferðar eða rannsóknar vegna hjartavandamála voru rannsakaðir.

Dr. John Horowitz, prófessor í hjartalækningum við háskólann í Adelaide í Ástralíu og sérfræðingur í heilkenninu sagði að úrtakið gæti útilokað aðrar tegundir sjúklinga eins og eldri og veikari sjúklinga sem vert væri að rannsaka.

„Þeir hafa kannski alveg rétt fyrir sér og ég mótmæli ekki tilgátunni. Ég mótmæli tölfræðilegum aðferðum sem beitt var“ sagði Horowitz við CNN. „Það er vel þekkt að sjúklingar fá nokkuð oft [brostið hjarta] heilkennið á tímum mikils álags eða við náttúruhamfarir,“ sagði Horowitz. „En það eru vandamál með hvernig rannsóknin var hönnuð. Ég trúi ekki að öll þessi tilfelli séu brostið hjarta heilkenni. Svo einfalt er það.“

Höfundar rannsóknarinnar sögðu að þörf væri á frekari rannsóknum til að kanna hvort aðrir hópar eða aðrar þjóðir hefðu tekið eftir fjölgun greininga á heilkenninu.

Björn Ófeigs.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Fyrri grein
Næsta grein
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-