fbpx
-Auglýsing-

Efnaskiptavilla

Það getur verið vandasamt að velja sér rétt mataræði

Eitt af því sem stundum hefur borið á góma í umræðunni um heilsufar er heilkennið efnaskiptavilla og afleiðingar hennar.

Efnaskiptivilla er vaxandi vandamál sem vert er að gefa gaum. Líklegt má telja að þetta hrjái marga án þess að þeir geri sér grein fyrir því. Efnaskiptavillu fylgir meðal annars aukin áhætta á hjarta og æðasjúkdómum og sykursýki 2.

Axel F. Sigurðsson hjartalæknir á hjartamiðstöðinni hefur skrifað um hver skilgreiningin er á efnaskiptavillu og fylgir sú skilgreining hér fyrir neðan.

Efnaskiptavilla (metabolic syndrome) er hugtak sem notað er til að lýsa ákveðnu líkamsástandi sem fylgir aukin hætta á hjarta-og æðasjúkdómum auk sykursýki af tegund 2. Efnaskiptavilla er oft til staðar hja þeim sem eru of þungir, en getur einnig verið til staðar þótt líkamsþyngd sé eðlileg, sérstaklega ef kviðfita er mikil.

Talið er að allt að 25% Bandaríkjamanna hafi efnaskiptavillu. Heilkennið einkennist af kviðfitu með vaxandi mittismáli, háum þríglýseríðum í blóði, lágu HDL-kólesteróli, háum blóðþrýstingi og hækkuðum blóðsykri. Þetta ástand eykur hættuna á hjarta-og æðasjúkdómum.

Skilgreining efnaskiptavillu

Skilgreiningin á efnaskiptavillu byggir á því að eftirtalin atriði séu til staðar.

- Advertisement -

Mittismál karla ≥ 94 cm og kvenna ≥ 80 cm og tveir af eftirtöldum fjórum þáttum til viðbótar:

– háþrýstingur; efri mörk ≥ 130 og/eða neðri mörk ≥ 85 mmHg

– þríglýseríðar ≥ 1.7 mmol/L

– HDL kólesteról < 1.03 (karlar) og 1.29 (konur) mmol/L

– blóðsykur (fastandi) ≥ 5.6 mmol/L

Ef þú hefur grun um að þetta geti átt við þig þá skaltu leita þér aðstoðar.

Munið eftir að læka við okkur á Facebook

Auglýsing
Avatar
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

Fora 6 blóðsykurmælir

Í samvinnu við Líftækni ehf kynnum við FORA 6 Connect mælirinn sem er frá Svissneska fyrirtækinu Fora Care Suisse AG.  FORA 6 Connect...

Hjartsláttur og blóðþrýstingur, hvað er rétt og hvað ekki?

Í netheimum fara gjarnan allskonar uplýsingar á flug sem eiga stundum ekki við rök að styðjast. Hjartasérfræðingurinn Dr. Michael Faulx skoðaði sannleiksgildi nokkurra fullyrðinga...

6 einkenni hjartaáfalls hjá konum

Konur upplifa hjartaáfall ekki alltaf eins og karlar. Konur fá ekki alltaf þessi sömu klassísku einkenni eins og yfirgnæfandi brjóstverk sem leiðir einnig niður...

Hjartaþræðing eftir hjartaáfallið

Nóttin eftir hjartaáfallið var undarleg og svo rann upp nýr dagur þar sem ég átti að fara í hjartaþræðingu. Þá kæmi í ljós hvernig...

Hjartaáfallið

Í dag 9. febrúar voru 18 ár síðan ég fékk alvalegt hjartaáfall. Mistök voru gerð við greiningu mína og meðferð og í kjölfarið fylgdu...

Hjartagangráður

Sumir velta því fyrir sér í hverju gangráður er frábrugðin bjargráð. Meginmunurinn á þessu tvennu er að gangráður er fyrst og fremst notaður ef...
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-