-Auglýsing-

Allir fengu hjartaáfall sama dag

Þrír ítalskir bræður fengu allir hjartaáfall sama daginn. Tveir þeirra létust en sá þriðji komst lífs af. Það varð honum til happs að hann var staddur á sjúkrahúsi að heimsækja móður sína þegar hjartað hætti að slá.

Ítalska dagblaðið Corriere della Sera greinir frá þessum sorglegu örlögum bræðranna Guidos, Albertos og Salvatores Garofalo, sem allir eru búsettir á Sikiley.

-Auglýsing-

Þeir Guido og Alberto voru í lautarferð með fjölskyldunni við eldfjallið Etnu á Sikiley sl. sunnudag þegar Guido, sem var 45 ára gamall, fékk fyrir hjartað og lést samstundis. Þegar Alberto, sem var níu árum eldri, reyndi að koma bróður sínum til aðstoðar fékk hann einnig fyrir hjartað og lést skömmu síðar.

Þriðji bróðirinn og sá elsti, hinn 57 ára gamli Salvatore, var í heimsókn hjá móður sinni í borginni Catania á Sikiley á sama tíma. Hann hafði ekki hugmynd um afdrif bræðra sinna en fékk einnig hjartaáfall. Hann var fluttur í skyndi í aðgerð og tókst læknum að bjarga lífi hans.

www.mbl.is 29.11.2011

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-