-Auglýsing-

Áfengi er best í hófi

Bjór
Það er umdeilanlegt hvort áfengi hafi verndandi áhrif á hjartað eða ekki. Mjöll hefur skoðað málið og tekið saman nokkur atriði sem vert er að hafa í huga.

Fólk tengir neyslu áfengis við mismunandi hluti, margir við mat, aðrir við partý og enn aðrir við slæma eigin reynslu eða annara. Neysla áfengis hefur mikil áhrif á heilsu og er talin vera valdur 4% allra sjúkdóma og 3,2% dauðsfalla í heiminum (WHO, 2002). Rannsóknir framkvæmdar í hátekjulöndum sýna að neysla áfengis (aðallega rauðvíns) geti haft verndandi áhrif gegn hjartasjúkdómum.

-Auglýsing-

Þetta á hins vegar að mestu við um þá sem drekka reglulega en alltaf lítið (≤ 2 drykkir á dag). Sambandið milli áfengis og hjartasjúkdóma er flókið þar sem lítið magn getur verndað gegn sjúkdómum en meira magn er skaðlegt, ólíkt reykingum sem alltaf eru skaðlegar óháð magni (WHO, 2010; Criqui, 1996).

Rannsakendur hafa ekki getað sammælst um hversu mikil neysla áfengis sé skaðlaus fyrir hjartað, sumar rannsóknir sýna áframhaldandi verndunaráhrif neyslunnar upp í allt að 4 til 5 drykki á meðan aðrar rannsóknir sýna missi þessarar verndunaráhrifa eftir fyrsta drykk. Það hefur því ekki reynst mögulegt að halda því fram fullum fetum að nokkurt magn áfengis sé skaðlaust fyrir hjartað og mikilvægi ábyrgra drykkjuhátta því skýrt. Skaðlega neysla áfengis er beintengd við og eykur hættu á hjartasjúkdómum (Criqui, 1996; Thirlaway & Upton, 2009; WHO, 2011a).

Mikil viðvarandi áfengisneysla getur hækkað blóðþrýsting, aukið líkur á heilsablóðföllum ásamt því að valda áfengistengdum hjartavöðvasjúkdómi (alcoholic cardiomyopathy) sem stækkar hjartað og veikir getu þess til að draga sig saman. Þessi áhrif áfengis valda skemmdum í vöðvanum sem geta verið allt frá einkennalausum frávikum einungis greinanlegum í mælingum til mjög alvarlegrar hjartabilunar og hárrar dánartíðni (Klatsky, 2007).

Þó áfengistengdur hjartavöðvasjúkdómur hafi verið staðfestur sem afleiðing mikillar drykkju, ásamt beinum eitrunaráhrifum á frumur hjartans, þá er miklvægt að hafa í huga að áfengisneysla í minni skömmtum getur einnig leitt til hjartasjúkdóma ef hún fer saman með öðrum áhættuþáttum og / eða erfðafræðilegum líkum á hjartasjúkdómi (Klatsky, 2007).

- Auglýsing-

Mjöll Jónsdóttir sálfræðingur

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-