-Auglýsing-

Lyfjarannsókn vekur athygli

Lyfjarannsókn

Undanfarna daga hafa fjölmiðlar víða um heim farið mikinn í umfjöllun um rannsókn á lyfi í baráttunni við hjartaáföll. Það sem er þó athyglisvert í rannsókninni er að athyglinni er nú beint að bólguferlinu í líkamanum sem er áhugaverð nálgun þegar kemur að hjarta og æðasjúkdómum í stað þess að einblína á blóðfitu og kólesteról. Hjartasérfræðingar vítt og breytt hafa þó bent á almenningur gæti náð jafn góðum eða jafnvel betri árangri með breyttum lífsstíl. 

Um er að ræða rannsókn á virkni lyfsins canakinumab, sem gefið er með sprautu á þriggja mánaða fresti. Alls voru gerðar rannsóknir á tíu þúsund einstaklingum sem hafa fengið hjartaáfall en tilraunarannsókn fór fram á fjögurra ára tímabili. Leiddi hún í ljós að með lyfjagjöfinni dró úr fjölda endurtekinna hjartaáfalla um 24%. Þá fækkaði dauðsföllum vegna krabbameins um 51%. Til samanburðar minnka blóðfitulækkandi lyf aftur á móti úr hættunni um 15%.

-Auglýsing-

Fram kom í Morgunblaðinu að um 120 Íslendingar tóku þátt í rannsókninni á lyfinu sem hefur verið lýst í fjölmiðlum sem undralyfi gegn hjartaáföllum en Landspítalinn og Hjartamiðstöðin í Holtasmára komu að rannsókninni hér á landi.

Axel F. Sigurðsson, hjartalæknir hjá Hjartamiðstöðinni, telur lyfið ekki eins mikið undralyf og haldið hefur verið fram. „Það er stundum gert meira úr svona niðurstöðum en efni standa til. Það sem er áhugavert við þessa rannsókn er að verið er að fara nýja leið í meðferð hjarta og æðasjúkdóma með því að ráðast á bólguferlið. Hingað til hefur verið einblínt á blóðfitu og vægi kólesteróls en þarna er verið að horfa á allt annað ferli í tilurð hjarta- og æðarsjúkdóma,“ segir Axel.

- Auglýsing-

Jafnframt sagði Axel í samtali við Morgunblaðið „Lyfið hefur áhrif á bólgur og bælir ákveðið ferli í ónæmiskerfinu. Sjúklingar sem fá lyfið virðast aðeins viðkvæmari fyrir alvarlegum sýkingum en hins vegar dró lyfið marktækt úr hættunni á endurteknum hjarta- og æðaáföllum. Þá var líka lækkun í tíðni ákveðinna krabbameina, sérstaklega lungnakrabbameins, sem kom nokkuð á óvart. Ónæmiskerfið á heilmikinn þátt í tilurð krabbameina og þróun þeirra. Hugsanlega hefur lyfið jákvæð áhrif á ónæmiskerfið sem gæti aukið hæfni þess í baráttunni við krabbamein“.

Mataræði og hreyfing geta skilað almenningi sambærilegum eða betri árangri

Lyfið Canakinumab er ekki nýtt á markaði, það er þegar skráð og notað m.a. hér á landi við liðagigt í börnum og við erfiðum húðsjúkdómum. Það er hins vegar afar ólíklegt að lyfið fari í almenna notkun fyrir hjarta og æðasjúklinga út frá þeim forsendum sem fyrir liggja í dag auk þess sem lyfið er dýrt.

„Til að lyfið fari í almenna notkun þarf það að lækka í verði, það þurfa að koma frekari sannanir um að það virki og það þarf að skilgreina betur þá hópa sem á að meðhöndla. Líklega beinist notkun þess til að byrja með að ákveðnum undirhópum sem eru í mikilli áhættu og eru því taldir hafa hvað mest gagn af meðferð.

Þegar verið er að velta fyrir sér dýrri lyfjameðferð er mikilvægt að benda sjúklingunum á hvað hann getur gert sjálfur varðandi mataræði, hreyfingu, reykingar og lífsstíl almennt. Þetta eru algjör lykilatriði og skipta oft á tíðum miklu meira máli heldur en dýr lyf enda hætta á aukaverkunum ekki til staðar þar,“ segir Axel.

Einnig er rétt að benda á grein í Telegraph þar sem hjartalæknirinn Dr. Aseem Malhotra sem hefur haldið því fram að lífsstílsbreytingar séu farsælli í baráttunni við hjarta og æðasjúkdóma en lyf, segir meðal annars. „Sú herferð að kólesterólið sé aðal ástæða heimsfaraldurs hjarta og æðasjúkdóma er tilraun sem hefur mistekist. Við vitum að að þróun kransæðasjúkdóma er tengd langvarandi bólgum,“ segir hann.
„Það er klárlega almenn þekking/viðurkenning á því að lyfjameðferðir verða að taka mið af langvarandi bólgum en ekki kólesteróli. Hinsvegar höfum við mikið einfaldari lausnir fyrir almenning, sem þarfnast ekki lyfja og gætu jafnvel verið áhrifaríkari,“ segir Dr. Malhotra.

Lausnin sem Dr. Malhotra mælir með felst í nokkrum einföldum skrefum.

1. Miðjarðarhafsmataræði í lágkolvetnaútgáfu og óþarfi að vera hræddur við fituna.
2. Mikilvægt er að minnka kolvetna og sykurneyslu en hvorutveggja er bólguhvetjandi.
3. Hættu að reykja en reykingar stuðla að hækkun bólguþátta í blóði.
4. Gættu þess að fá nægan svefn og stunda hreyfingu við hæfi.
5. Ef blæður úr gómi við tannhreinsun eða tannburstun eru líkur á bólgum í tannholdi en þær eru taldar tengjast aukinni hættu á krabbameinum (sérstaklega hjá eldri konum).

Með þessum lífsstílsbreytingum stuðlum við að því að lágmarka bólguþætti í líkamanum. Með öðrum orðum, borða mat sem dregur úr bólgumyndun og halda um leið blóðsykri í jafnvægi.

Niðurstaðan: Betri heilsa, meiri lífsgæði og lengra líf.

- Auglýsing -

Björn Ófeigs.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-