Hjartanlega velkomin á nýja útgáfu af vefnum okkar hjartalif.is sem við opnum með miklu stolti. Nú aðlagar vefurinn sig að snjallsímum og handtækjum og gleðjumst við yfir því að vera komin til nútímans í tæknilegu tilliti.
Þetta verk hefur verið í undirbúningi í á annað ár og kostað mikla vinnu og yfirlegu. Við Mjöll höfum verið svo lánsöm að hafa haft með okkur fólk í liði sem hefur stutt okkur og hvatt áfram til góðra verka og fyrir það erum við ótrúlega þakklát.
Hjartalif.is verður 10 ára í mars næstkomandi og því fannst okkur við hæfi að setja síðuna í loftið núna svo við getum haft tíma til að lagfæra og bæta við næstu vikurnar. Það er ekki óhugsandi að þið lesendur rekist á eitthvað sem ekki passar eða stemmir ekki og þá væri gott ef þið létuð okkur vita.
Til gaman má geta þess að í nóvember náðum við þeim merka áfanga að fá yfir 60.000 heimsóknir og fyrir það erum við ótrúlega þakklát.
Við stefnum að því að halda áfram að efla síðuna og bæta við pistlahöfundum. Reynsluheimur lesenda er okkur mikilvægur og myndum við mjög gjarnan vilja birta meira af efni frá ykkur því fólk vill gjarnan lesa um fólk sem hefur svipaða reynslu.
En eins og alltaf þá kostar mikla fjármuni að halda úti starfsemi sem og þessari og við reynum að fjármagna okkur með sölu auglýsinga og þökkum við kærlega fyrir stuðninginn. Um leið biðjum lesendur okkar að umbera þetta praktíska brölt okkar.
Eins er það svo að bæði fyrirtæki og einstaklingar hafa lagt okkur lið í gegnum tíðina og án þeirrar aðstoðar er ekki víst að við hefðum náð þetta langt. Við köllum þetta bakhjarlana okkar en þetta er fólk og fyrirtæki sem styðja við bakið á okkur og gera okkur kleyft að ráðast í jafn viðamikla andlitslyftingu á hjartalif.is og nú lítur dagsins ljós. Þessu fólki þökkum við fyrir traustið og stuðningin.
Með þakklæti og gleði í hjarta
Björn Ófeigsson & Mjöll Jónsdóttir
Munið eftir að fylgja okkur á Facebook
P.S. Ef þú hefur hug á að leggja okkur lið er hægt að styrkja starfsemi okkar með því að fylgja tenglinum hér fyrir neðan.