-Auglýsing-

Ristruflanir

Ristruflanir hrjá stóran hluta karlmanna einhventíma á ævinni. Ástæðurnar eru mjög mismunandi en mikilvægt er að hafa í huga að ristruflanir geta verið undanfari eða vísbending um undirliggjandi hjarta eða æðasjúkdóm. Það sem kannski flestir sem þjást af ristruflunum eiga sameiginlegt er að ekki er rætt meira um vandamálið en nauðsynlegt er og stundum varla það.

Víða erlendis hefur þó orðið mikil breyting á og er talið að þakka megi það áberandi auglýsingum frá framleiðendum lyfja við ristruflunum eins og cialis, viagra, levitra og stendra svo dæmi sé tekið.

Þar sem auglýsingar á lyfseðilsskyldum lyfjum eru bannaðar á Íslandi höfum við farið á mis við mikið af þeim boðskap sem fram kemur í auglýsingum sem leyfðar eru víða erlendis. Er talið að þær hafi haft jákvæð áhrif, vakið athygli á vandanum og dregið umræðuna fram í dagsljósið. Verður að segjast eins og er að gjarnan mætti hvetja innflytjendur þessara lyfja til að koma boðskap sýnum á framfæri hér á landi með einhverjum ráðum.
Þrátt fyrir aukna meðvitund á ristruflunum hafa margir ekki skilning á þessu ástandi og hvað veldur því.

-Auglýsing-

Hér eru nokkur atriði sem gott er að vita um ristruflanir

  • Ristruflanir stafa oft af sjúkdómi eða ástandi sem verður algengara með hækkandi aldri og eða aukaverkun af lyfjum sem notuð eru til að meðhöndla sjúkdóma. Aðrar hugsanlegar ástæður ristruflana geta verið vegna aðgerðar á blöðruhálskirtli, streitu, vandamálum í sambandinu og þunglyndi.
  • Aldur getur haft mikil áhrif á getu karla til holdris. Vefir limsins verða ekki eins sveigjanlegir og taugboð verða hægari. En jafnvel þessi atriði útskýra ekki mörg tilfella ristruflana.
  • Hjarta og æðasjúkdómur er algeng orsök ristruflana. Æðahrörnun vegna fituútfellinga (atherosclerosis) hefur ekki aðeins áhrif á æðarnar í kringum hjartað, heldur um allan líkamann. Staðreyndin er sú að hjá um 30% þeirra karla sem leita til læknis vegna ristruflana, er ástandið fyrsta vísbending um að þeir hafi hjarta eða æðasjúkdóm.
  • Athyglisverðar niðurstöður í aldurstengdri rannsókn á körlum sem gerð var í Massachusetts bendir til þess að það geti verið eðlilegt að lenda í því að fá ristruflanir. Hjá sumum körlum virðast koma upp ristruflanir sem standa í jafnvel umtalsverðan tíma en hverfa að hluta til eða að öllu leiti án nokkurrar meðferðar.

Burtséð frá því hver er orsakavaldurinn eru ristruflanir eitthvað sem hægt er að meðhöndla. Fyrir suma hjálpar einfaldlega að létta sig. Aðrir þurfa lyf. Auk þess eru aðrir möguleikar í meðferð ristruflana eins og t.d. sálfræðimeðferð.

- Auglýsing-

Hafandi í huga fjölbreytni meðferðarmöguleika sem í boði eru má því segja að möguleikarnir á að finna réttu lausnina séu meiri en nokkru sinni fyrr.

Þýtt af Health beat sem er útgefið af Harvard Medical School. Innskot hér og þar eru ritstjóra hjartalif.is

Munið eftir að læka við okkur á Facebook

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-