-Auglýsing-

Hjartað og fótboltinn

Aron Einar og fjölskylda að leik loknum/mynd:Tinna Björg Gunnarsdóttir
Aron Einar og fjölskylda og aðdáendur að leik loknum/mynd:Tinna Björg Gunnarsdóttir

Þvílík frammistaða og þvílík gleði þegar landssliðið okkar fór á kostum í Tyrklandi á föstudagskvöldið. Það má telja líklegt að aukaslögin hafi verið nokkur, blóðþrýstingshækkun töluverð og hjartað hafi tikkað hraðar í þessum ævintýralega leik.

Íslenska landsliðið í fótbolta hefur náð ótrúlegum árangri á síðustu misserum og við skulum svo sannarleg njóta þess og nú er HM innan seilingar.

Framtíð íslenskrar knattspyrnu er björt og hefð er komin fyrir góðum sigrum, ekki bara á heimavelli heldur líka á erfiðum útivöllum. Íslensku landsliðinn hafa skapað nýja hefð í íslenskum fótbolta, hefð þar sem sigrarnir falla með okkur af því við höfum trú og getu til þess, það er dýrmætt.

Hjartað og knattspyrna

En velgengninni fylgir líka hærra spennustig, hærri blóðþrýstingur örari hjartsláttur og meiri steita. Það kemur ýmislegt merkilegt í ljós þegar maður veltir fyrir sér hjartaheilsu og háspennu sem fylgir slíkum stórleikjum í knattspyrnu eins og eru í framundan.

Ég skoðaði umfjöllun um hjartað og fótbolta og nokkuð víða hafa hjartasérfræðingar varað viðkvæma við að missa sig í æsingnum á kappleikjum því það geti haft slæm áhrif á hjartað.

- Auglýsing-

Tómas brjóstholsskurðlæknir varaði á meðan EM stóð yfir fólk sem er veilt fyrir hjarta við álaginu sem fylgir háspennu fótboltaleik. Í ljósi sögunnar er ástæða fyrir fólk að missa sig ekki í spennunni, Það er nefnilega álag á hjartað að horfa á fótbolta. Ég tala nú ekki um þegar haldið er með Íslendingum þar sem spennustigið er svimandi hátt fram á síðustu sekúndu.

Sem dæmi þá vöruðu sérfræðingar í Egyptalandi samlanda sína við þegar Egyptaland og Alsír áttust við um laust HM sæti í nóvember 2009. Þar voru þeir sem voru veilir fyrir hjarta vinsamlegast beðnir um að sleppa því að horfa á leikinn til að koma í veg fyrir kvíða, of mikinn ákafa, streitu og mikinn hávaða sem gæti leitt til alvarlegra hjartavandamála.

Einnig var haft eftir erlendum hjartasérfræðingi að í rannsókn sem gerð var í Sviss kom fram að spennan sem fylgir fótboltaleikjum hafi jafnvel haft áhrif á hjarta fólks sem er ekki haldið neinum hjartakvillum fyrir. Einnig kom fram í rannsókninni að á meðan á heimsmeistarakeppni í fótbolta stendur eru dæmi um allt að 60% hærri tíðni á hjartaáföllum.

Það er einnig merkilegt að þegar Argentína og England kepptu til úrslita um heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu 1998 hækkaði tíðni hjartaáfalla í Bretlandi um 25%. Við skulum vona að Íslendingar valdi ekki viðlíka öldu hjartaáfalla í Englandi á mánudag.

Það fylgir reyndar ekki sögunni hvort tilfellum fækkaði í kjölfarið og þarna hefðu þeir sem hefðu sannarlega verið í hættu að fá hjartaáfall, jafnvel fengið það aðeins fyrr vegna spennunnar.

Það er ljóst að það er spennandi dagar framundan og um að gera að njóta þess að fylgjast með leikjunum en hlusta áhjartað og standa upp, róa sig og anda með nefinu ef spennan verður óbærileg.

En njótum leiksins við Kósovo í kvöld þó svo að landsliðið hækki hjá okkur blóðþrýsting og púls með reglulegu millibili.

Áfram Ísland

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Fyrri grein
Næsta grein
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-