-Auglýsing-

Er það rauðvínið eða lífsstíllinn?

Rómantík

Fyrir næstum 200 árum síðan tók írskur læknir eftir því að brjóstverkir (hjartaöng) voru mun sjaldgæfari í Frakklandi en á Írlandi. Hann rakti þetta til þess hvernig Frakkar lifa lífinu og lífsvenja þeirra.

Tiltölulega lágt hlutfall hjartasjúkdóma í Frakklandi, þrátt fyrir mataræði sem innihélt mikið af smjöri og osti varð þekkt sem franska þversögnin. Sumir sérfræðingar hafa haldið því fram að rauðvínið geri gæfumuninn, eitthvað sem víniðnaðurinn hefur dásamað og ýtt hjartanlega undir. En það er miklu meira en bara rauðvínið sem sem er ástæða Frönsku þversagnarinnar.

Mataræði og lífsstíl í ákveðnum hlutum Frakklands, sérstaklega í suðri, eiga margt sameiginlegt með öðrum Miðjarðarhafslöndum, og það er líklegt að sú staðreynd hafi mikið með tíðni hjartasjúkdóma að gera á þeim svæðum. Andrúmsloftið er afslappað og máltíðirnar eru nýttar til samneytis við vini og fjölskyldu, eitthvað sem margir Íslendingar gætu tileinkað sér í ríkara mæli.

Sumar rannsóknir hafa bent til að rautt vín – sérstaklega þegar þess er neytt með mat – bjóði upp á meiri ávinning fyrir hjartað en bjór eða annað alkahól, Þetta eru rannsóknir á alþjóðlegum samanburði sem sýna lægri tíðni kransæðasjúkdóma í „víndrykkju löndum“ en í löndum þar sem neysla á bjór eða sterku víni er almennari.

Það getur verið að rauðvín innihaldi fleiri mismunandi efni til viðbótar við alkahól sem gæti komið í veg fyrir blóðtappa, slakað á æðaveggjum og komið í veg fyrir oxun á lípóprótíni (LDL, „vonda” kólesterólið), sem talið er lykillinn að fyrstu skrefum í myndun kólesteról skella í æðaveggjum.

Í rauninni virðist val á drykkjum hafa lítinn ávinning fyrir hjarta og æðasjúkdóma, og þó. Skýrsla um eftirfylgnirannsókn frá heilbrigðisstarfsfólki til dæmis, þar sem rannsakaðar voru drykkjuvenjur meira en 38.000 manna á 12 ára tímabili. Þeir sem drukku í hófi voru 30 til 35 prósent ólíklegri til að hafa fengið hjartaáfall en þeir sem ekki drukku. Þessi prósentulækkun sást meðal karla sem drukku vín, bjór eða annan vínanda og var svipuð hjá þeim sem drukku með mat og þeirra sem drukku vín utan máltíða. Þessi rannsókn bendir þó til að tíðni drykkju geti skipt máli: Menn sem drukku glas eða tvö á hverjum degi voru í minni hættu á að fá hjartaáfall en þeir sem drukku einu sinni eða tvisvar í viku.

- Auglýsing-

Þannig að fyrir okkur hér á Íslandi þýðir þetta að það er ekki ráðlegt að safna upp vikuskammtinum og skella honum svo í okkur á laugardagskvöldið í staðinn.

Við þetta má bæta að þeir sem ekki neyta áfengis ættu ekki að byrja bara fyrir hjartað, bindindið er betra.

Aðalheimild:
Harvard school of public health

Munið eftir að læka við okkur á Facebook

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-