Það var ekki laust við að maður yrði heldur dapur við að horfa á fréttirnar í kvöld þar sem lýst var aðstæðum á hjartadeild LSH.
Það er orðið alvarlegt þegar læknar tala um tímaspursmál hvenær mistök eigi sér stað. Ég vil þó benda á að mistök eiga sér stað þó svo að svona hörmungarástand ríki ekki, þau verða kannski fleiri.
Það breytir hinsvegar ekki þeirri staðreynd að þær aðstæður sem starfsfólki og sjúklingum er boðið upp á í dag eru ekki boðlegar
Ég get ekki varist þeirri tilhugsun að stjórnmálamenn hafi kannski glatað góðu tækifæri til að blása starfsfólki Landspítalans í brjóst þegar þeir kynntu fjárlagafrumvarpið fyrir stuttu síðan.
Ég held að meirihluti þjóðarinnar hefði með glöðu geði séð á bak tekjuskattslækkun og aurarnir sem út úr því hefðu komið yrðu settir í heilbrigðismálin.
Satt best að segja hugnast mér ekki söngur heilbrigðisráðherra þegar hann staglast á mikilægi þess að skila hallalausum fjárlögum, hvað sem það kostar.
Það vill svo til að mannslíf kosta líka peninga en það skiptir stjórnmálamenn kannski minna máli en fjárlagagat.
Hér má sjá umfjöllun um hjartadeildina í fréttatíma RÚV í heild sinni
Hér er hægt að sjá viðtalið við heilbrigðisráðherra
Hin breiðu bök og skömm stjórnmálamanna