-Auglýsing-

Kórsöngur góður fyrir hjartað

SöngurÞegar sungið er saman sem einn maður samræmist hjartsláttur söngvarana hvort sem hægist á honum eða herðir á honum, að því er sænskir vísindamenn fundu út. Þessi samræming er góð fyrir hjartað og framkallar hjá söngvurum og áhorfendum góðar og jákvæðar tilfinningar.

Rannsóknin gæti útskýrt hvers vegna kórsöngur er sagður vera góður fyrir heilsuna, vegna þess að líklegt sé að minni breytileiki í hjartsláttartíðni sé góður fyrir líðan þína, er haft eftir þeim sm stóðu að rannsókninni.

-Auglýsing-

Þetta bendir einnig til að söngur geti bætt andann og samvinnu í hóp þar sem það hefur áhrif á Vagus taugina sem tengist tilfinningum og samskiptum við aðra, samkvæmt rannsókninni sem birt var í Frontiers in Neuroscience Journal.

Vísindamennirnir sem voru frá Háskólanum í Gautaborg, skoðuðu hjartslátt fimmtán 18 ára kórsöngvara sem sungu þrjár mismunandi raddæfingar: hummuðu, sungu sænska sálminn „härlig är Jorden“ og að lokum söngluðu þeir möntru.

- Auglýsing-

Niðurstöðurnar til samans voru þær að að laglínan og uppbygging tónlistarinnar hafði bein áhrif á hjartalátt söngvaranna og samhljómurinn leiddi það af sér að hjartsláttur þeirra hækkaði og lækkaði á sama tíma.

Mantran eða sönglið sem þeir sungu, sem ólíkt hinum lögunum neyddi þá til að anda inn og út á sama tíma, reyndist hafða mest áhrif.

Björn Vickhoff, sem leiddi rannsóknina, segir „Söngurinn stjórnar virkni í vagus tauginni sem tengist tilfinningalífi okkar og samskiptum okkar við aðra sem t.d., hefur áhrif á raddblæ okkar þegar við syngjum.

Söngvar með löngum laglínum hafa sömu áhrif og öndunaræfingar í jóga. Með öðrum orðum, í gegnum söng getum við æft vissa stjórn á andlegu ástandi“.

Söngurinn gæti bætt heilsu þar sem þátttakendur neyddust til að taka upp rólegt og reglulegt öndunarmunstur, sem hefur góð áhrif á hjartsláttinn, segir Björn.

„Við vissum að kórsöngur samhæfir vöðvahreyfingar og taugaviðbrögð í stórum hluta líkamans. Núna vitum við líka að það sama virðist eiga við um hjartað að miklu leiti“.

Frábært fyrir sönghefðina á Íslandi

Þetta eru góð tíðindi fyrir okkur Íslendinga þar sem kórastarf er á fáum stöðum í heiminum blómlegra og fróðlegt að vita hvort þetta hafi haft áhrif á hjartaheilsu landans.

Alla vega er ljóst að víða á landinu verða menn og konur glaðvær þegar brestur á með söng og vellíðan og gleði skín úr hverju andliti.

Þess má geta að myndin er af Borgardætrum og tekin á stórtónleikum Hjartalif.is sem haldnir voru í Gamla bíó í lok maí. Eins og sjá má á myndinni var mikil stemmning og óhætt að fullyrða að hjörtu tónlistarmanna og áhorfenda slógu alveg örugglega í takt.

- Auglýsing -

Við þetta má bæta að Hjartalif.is safnaði 1.230.000 til handa Hjartagáttinni á tónleikunum og keyptum við fyrir það hjartastuðtæki sem hefur verið að bjarga mannslífum síðan það var tekið í notkun í sumar.

Munið eftir að læka við okkur á Facebook 

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-