-Auglýsing-

Vel heppnaðir tónleikar og kærkomin hvíld

Gamla bíóEins og lesendur okkar tóku eftir þá fengum við á hjartalif.is til liðs við okkur fjölmarga snillinga í lok maí og héldum tónleika í Gamla bíói til stuðnings Hjartagáttinni á Landspítalanum. Takk kæra tónlistarfólk fyrir að leggja okkur lið.

Það er skemmst frá því að segja að tónleikarnir tókust í alla staði vel og húsið nánast fullt. Á næstunni munum við síðan afhenta Hjartagáttinni um 1,2 milljónir króna en einhvern smá tíma tekur að ná öllu í hús.

-Auglýsing-

Jafnframt höfum við ákveðið að stefna að því að þetta verði árlegur viðburður því við viljum leggja okkar að mörkum til starfsemi þessarar mikilvægu deildar sem Hjartagáttin er.

Það var ánægjulegt að sjá hversu margt starfsfólk spítalans mætti á tónleikana og það var ekki síst fyrir framlag starfsfólks hjartadeildar og Hartagáttar að svo vel tókst til, fyrir það erum við þakklát.

Þess má geta að við höfum nú sett inn hluta af myndunum sem Halldór og Eydís vinir okkar tóku af tónleikunum og baksviðs, en myndirnar er að finna á Facebook síðunni okkar eftirfarandi slóð Hjartagátt 2014

Þó bar á einn skugga en það kom í ljós á tónleikakvöldinu að styrktarsímar sem við höfðum látið stja upp virkuðu ekki sem skildi. Var þetta mjög bagalegt því við höfðum treyst á að með þessum hætti væri hægt að safna umtalsverðum fjárhæðum.

- Auglýsing-

Að undanförnu höfum við staðið í viðræðum við umrædd símafélög og hafa þau sum hver tekið okkur afar vel og þótt afar leitt að svona fór og vilja bæta okkur skaðan á meðan önnur hafa sýnt okkur meira fálæti. Það er þó von okkar að við náum fram hagfelldum niðurstöðum og allir staðráðnir í að láta þetta ekki koma fyrir aftur.

Við lærðum margt á þessu tónleikahaldi og meðal annars það að hjartabilun og tónleikahald þýðir góða hvíld að tónleikum loknum.

Þeirri hvíld hef ég reynt að sinnt af mikilli alúð síðustu vikurnar svo afköstin hafa ekki verið mikil, en hvíldin var nauðsynleg.

Fyrir þá sem hafa hug á að leggja okkur lið en gátu ekki notað símanúmerin sem við gáfum upp er hægt að leggja inn á eftirfarandi reikning fram til mánaðarmóta.

Hjartalíf ehf
Kt. 561202-4510
Banka og reikningsnúmer. 0111-26-011121

Með innilegu þakklæti fyrir stuðninginn.
Björn Ófeigs og Mjöll Jónsdóttir
bjorn@hjartalif.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-