-Auglýsing-

Grilluð kjúklingalæri með sesam- og hnetusósu

Grilluð kjúklingalæriMatreiðslumeistarinn Úlfar Finnbjörnsson er hér með helgaruppskrift af dásemdarinnar grilluðum kjúklingalærum.

Einnig minni ég á uppskriftavef Holta hér til hliðar á síðunni þar sem allir geta fundið eitthvað girnilegt við sitt hæfi fyrir helgina.

  • 4 msk. þurrristuð sesamfræ
  • 2 msk. hnetusmjör
  • 2 msk. hunang
  • 2 msk. sesamolía
  • 1?½ dl terriakisósa
  • ½ chili-pipar, steinlaus og smátt saxaður
  • 2 msk. balsamedik
  • 1 tsk. nýmalaður pipar
  • 1?½ dl olía

Setjið allt nema olíu í skál og blandið vel saman. Hellið þá olíunni í skálina í mjórri bunu og þeytið vel í á meðan með písk.

  • 2 msk. olía
  • 8-12 kjúklingalæri
  • 1 msk. kjúklingakrydd

Penslið lærin með olíu og kryddið með kjúklingakryddinu. Grillið á milliheitu grilli í u.þ.b. 20 mínútur eða þar til kjarnhiti sýnir 70°C.

Takið þá ¼ af sósunni og penslið lærin með henni á báðum hliðum. Grillið í 2 mínútur á hvorri hlið. Berið lærin fram með restinni af sósunni og t.d. grilluðum sætum kartöflum og grænmeti.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-