-Auglýsing-

Lífsstílsbreytingar geta minnkað hjartaáhættu vegna vinnutengdrar streitu

1117048 30623906Nýleg rannsókn staðfestir að tengsl eru á milli hjarta og æðasjúkdóma og streitu af því er segir í frétt frá Reuters fréttaveitunni. Hinsvegar gæti það hjálpað að leggja frá sér bjórflöskuna eða fara út að ganga.

Vísindamenn fundu út að vinnutengt álag/streita sem skilgreint var á þann hátt að vinnuálag sé mikið og því fylgi mikil streita sem lítil stjórn sé á, var tengt 25% meiri áhættu á því að fá hjartaáfall eða deyja af völdum hjartavandamála.

-Auglýsing-

Áhættan var hinsvegar helminguð ef viðkomandi hvort sem hann/hún þjáðist af streitu eða ekki, stundaði heilbrigðan lífsstíl samanborið við þá sem neyttu áfengis, reyktu eða þjáðust af offitu.

„Fyrir marga er það óraunhæft að forðast streitu,“ segir stjórnandi rannsóknarinnar Mika Kivimaki frá Univercity College London í tölvupósti til Reuters.

- Auglýsing-

Rannsóknarteymi Kivimakis fann út að nálægt 4% af öllum hjartaáföllum og dauðsföllum af völdum hjartasjúkdóma væru tengd vinnuálagi og um 26% tengd áfengisneyslu, reykingum, offitu og skorti á líkamlegri virkni.

Vísindamennirnir skrifuðu um málið í Canadian Medical Association Journal að fólk sem ynni í streituvaldandi störfum ætti að tileinka sér heilbrigðari lífsstíl sem gæti verið aðferð til að minnka hættuna á hjartavandamálum.

„Við vonum að þessi skilaboð nái til þeirra sem vilja minnka áhættu sína á hjartasjúkdómum en finnast þeir ekki geta komið í veg fyrir vinnutengda streitu.“ Segir Kivimaki.

Einn vísindamaður sem hefur rannsakað tengsl vinnutengdrar streitu og hjartasjúkdóma sérstaklega, segir að þessi nýja rannsókn vanmeti hugsanlega tenginguna milli vinnutengdar streitu og hjartasjúkdóma.

Aðrir þættir?

Paul Landsbergis frá SUNY Medical Center í Brooklyn í New York, segir að að aðrar tegundir streitu geti haft áhrif á hjartaáhættu, eins og hafa lítinn félagslegan stuðning og ótraust vinnuöryggi sem hafi ekki verið tekið inn í myndina.

Rannsóknin sannar ekki að álag í vinnu valdi hjartavandamálum en hjartasérfræðingurinn Dr. Vincent Figueredo frá Jefferson Medical Collage í Fíladelfíu segir niðurstöðurnar séu í takt við fyrri rannsóknir sem bendi til þess að krónísk streita, þar með talin vinnutengd streita, geti haft neikvæð áhrif á heilsufar.

„Með krónískri streitu virkjast þau kerfi sem geta haft langtímaáhrif á t.d. insúlín þol, offitu og háan blóðþrýsting,“ segir Figueredo sem tók ekki þátt í rannsókninni við Reuters.

Það sem rannsóknin bætir við, segir hann, er að starfsfólk sem hefur þessa vinnutengda streitu getur gripið til aðgerða til að minnka þessa auknu áhættu.

„Það færir því fólki von sem býr við vinnuálag og streitu sem það getur ekkert gert við,“ segir Figueredo.

- Auglýsing -

„Ef þú ert fastur í mikilli streitu í vinnunni, farðu í það minnsta út og stundaðu æfingar, ekki reykja og borðaðu heilsusamlega.“

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-