-Auglýsing-

Stökkar og ljúffengar kjúklingalundir

Stokkar og ljúffengar kjúklingalundirMatreiðslumeistarinn Úlfar Finnbjörnsson sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar eldar hann ljúffenga rétti úr Holtakjúklingi fyrir áhorfendur. 

Þættinir eru auk þess aðgengilegir á Hjarta TV hér á hjartalif.is auk þess sem hægt er að fara beint í uppskriftarsafn Holta hér.

-Auglýsing-

Í uppskrift vikunnar frá Holta-kjúklingi færir Úlfar lesendum uppskrift að Stökkum og ljuffengum kjúklingalundum

Spínatsalat

2 lárperur, hýðis- og steinlausar í bitum
1 agúrka, skræld og kjarnlaus í bitum
1 dl kasjúhnetur
3/4 poki spínat
200 g soðið bankabygg
Öllu blandað vel saman

Sítrónudressing

Fínt rifinn börkur af 1 sítrónu Safinn úr 1 sítrónu
1 msk. maple-síróp eða sykur
1 msk. ljóst edik
½-1 dl olía
Salt og nýmalaður pipar
Allt sett í skál og blandað vel saman.
Blandið sítrónudressingunni vel saman við salatið og kryddið með salti og pipar.

Kjúklingur
600 g kjúklingalundir frá Holta
1 dl hveiti
1 msk. oreganó
1 tsk. paprikuduft
1 tsk. chili-duft
1 tsk. cumin, steytt
1 tsk. salt
½ tsk. pipar
1 dl mjólk
2 egg
1 dl rasp
1 dl nachos, kurlað

- Auglýsing-

Blandið saman hveiti og öllu kryddinu ásamt salti. Pískið saman mjólk og egg. Blandið saman raspi og nachos.
Veltið lundunum fyrst upp úr kryddhveitinu, síðan eggjablöndunni og síðast raspblöndunni. Djúpsteikið í olíu við 180°C í djúpsteikingarpotti eða í djúpri pönnu í 4-6 mínútur eða þar til lundirnar eru steiktar í gegn. Einnig má pönnusteikja lundirnar.
Berið fram með spínatsalatinu og góðu brauði.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-