-Auglýsing-

Djammaði sig nánast til dauða

SÖNGVARINN Nick Carter sem hvarf nánast af sjónarsviðinu eftir að hljómsveit hans Backstreet Boys leystist upp talar afar opinskátt um líf sitt síðustu árin í viðtali við contactmusic.com. Nick, sem er 29 ára, leitaði sér læknishjálpar í fyrra vegna gífurlegra verkja í brjósti. Eftir greiningu lækna kom í ljós að hann hafði þá þróað með sér kransæðastíflu vegna ofneyslu áfengis og ólöglegra fíkniefna. Fyrir átta mánuðum tilkynntu læknar honum að hætti hann ekki öllu djammlíferni þegar í stað ætti hann á hættu að fá hjartaáfall.

„Ég vil ekki deyja,“ segir Nick í viðtalinu. „Ég vil ekki verða gæinn sem þú lest um og hugsar hversu sorglegt það hafi verið að viðkomandi drakk sig í hel eftir að hafa fengið aðvörun.“

Carter segist hafa breytt alfarið um lífsstíl en viðurkennir að hann eigi erfitt með að halda sér edrú. Hann viðurkennir að hafa hrasað einstöku sinnum þegar honum hefur verið boðið léttvín en segist fá aðstoð góðra manna.

-Auglýsing-

Morgunblaðið 05.02.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-