-Auglýsing-

Lux látinn

LÁTINN er Lux Interior (Erick Lee Purkhiser) forvígismaður og söngvari rokksveitarinnar The Cramps. Hann var 62 ára að aldri en ástæða andlátsins var meðfæddur hjartagalli sem sagði loks til sín.

Interior stofnaði The Cramps árið 1973 ásamt konu sinni, Poison Ivy (Kristy Wallace). Sveitin vakti fljótlega athygli í gróskuríkri pönksenu New York en stóð nokkuð utan við hana vegna ástar þeirra hjóna á gömlu og gegnu rokkabillíi. Renndu þau pönkstraumum í gegnum formið þannig að úr varð sýrubillí („psycho-billy)“. Seinni tíma sveitir áttu eftir að taka stefnuna upp á arma sína, um tíma var sterk sýrubillí-sena í Bretlandi og samtímasveitir eins og The Horrors eru skilgetið afkvæmi Cramps. Hljómsveitin starfaði allt fram á þennan dag og naut mikillar költhylli. Sviðsframkoma Interiors var líka í senn hamslaus og ástríðufull og öll ímyndarvinna í kringum Cramps var í einkennandi stíl, dró áhrif jafnt frá hryllingsmyndum, pönki, gamaldags rokki og róli og menningu samkynhneigðra.

Morgunblaðið 05.02.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-