-Auglýsing-

Tilbúin í hönnunarsamkeppni

nyji_spitalinn.jpgGÖGN fyrir hönnunarsamkeppni um nýtt háskólasjúkrahús eru nú tilbúin, en óvíst er um framhaldið. Áætlað er að samkeppnin tæki sjö til átta mánuði og hönnun gæti hafist í september næstkomandi, en beðið er eftir heimild til að setja vinnuna af stað.

Áætlaður kostnaður við nýtt sjúkrahús er samtals um 82 milljarðar króna. Þar af yrði byggingarkostnaður 70 milljarðar en húsgögn og tæki 12 milljarðar. Gert er ráð fyrir að allt að 100 hönnuðir fái vinnu við lokahönnun spítalans og þörf er á 500 mannns til starfa í viðbót þegar framkvæmdir hefjast, en áætlað er að liðlega helmingur byggingarkostnaðar sé vinnulaun við framkvæmdina og við hönnun. Á heimasíðu verkefnisins segir að brýn þörf sé á að hrinda því í framkvæmd, því núverandi húsnæði Landspítalans sé gamalt og standist ekki lengur þær kröfur sem gerðar séu.

Á nýja spítalanum verða álíka mörg sjúkrarúm og eru nú við Hringbraut og í Fossvogi til samans, eða um 430 rúm, auk fæðingardeildar, barnaspítala og geðdeildar í eldra húsnæði. Samkvæmt útreikningum væri árlegur sparnaður í rekstri við að flytja starfsemi spítalans í nýtt húsnæði þrír til fimm milljarðar króna.

-Auglýsing-

una@mbl.is

Morgunblaðið 31.01.2009 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-