-Auglýsing-

Vaktabreytingar á Landspítala

Yfirleitt er erfitt fyrir þá sem utan við standa, að átta sig á deilum á borð við þá sem upp er komin á Landspítala vegna fyrirhugaðra breytinga á vaktafyrirkomulagi skurð- og hjúkrunarfræðinga á spítalanum.

Í Morgunblaðinu í gær birtist hins vegar viðtal við Erlu Björk Birgisdóttur, trúnaðarmann skurðhjúkrunarfræðinga á Landspítala í Fossvogi. Í viðtali þessu lýsir hún deilunni frá sínu sjónarhorni og segir:

„Forsaga málsins er sú, að síðastliðin tvö ár hefur verið boðið upp á diplómanám í skurðhjúkrun og hafa fimm manneskjur af okkar deild verið í þessu námi og þess vegna ekki staðið vaktir. Það hefur ekki mátt ráða neinn í staðinn fyrir þær, þannig að við sem gengum vaktir á deildinni höfum þurft að taka á okkur meiri yfirvinnu, þar sem við höfum staðið þeirra vaktir að auki… Það voru allir að kikna undan álagi á þessu tveggja ára tímabili, en yfirstjórnendur Landspítalans hvöttu okkur til að þrauka þar sem ástandið mundi stórskána þegar diplómanemarnir útskrifuðust nú í byrjun árs. Núna þegar þessu álagstímabili er lokið þá á hins vegar að nota það gegn okkur.“

-Auglýsing-

Þessi orð verða ekki skilin á annan veg en þann að fyrst hafi hjúkrunarfræðingarnir verið beðnir um að bæta við sig vinnu vegna fjarveru umræddra nema á vöktum og síðan sé aukinn kostnaður við þá vinnu lagður út á þann veg að breyta verði vaktakerfum!Svona er auðvitað ekki hægt að koma fram við starfsfólk. Enn einu sinni er að verða uppnám á Landspítala. Nú er ekki hægt að kenna stífni fyrrverandi forstjóra um eins og stundum áður vegna þess að hann hefur horfið frá því starfi. Hvað veldur þá?
Það er mjög óþægilegt fyrir þá sem þurfa á þjónustu Landspítalans að halda að fylgjast með þeim ágreiningsefnum sem þar koma upp aftur og aftur.
Það er vel skiljanlegt að það hafi tekið nokkur ár að sameina rekstur spítalanna tveggja, sem nú eru starfræktir undir nafni Landspítala. En það hlýtur að koma að einhverjum endapunkti í því starfi.Forráðamenn Landspítala þurfa að leggja áherzlu á, að sæmilegur friður ríki innan spítalans. Það er þreytandi fyrir samfélagið að fylgjast með stöðugum deilum innan einstakra stofnana og dregur úr tiltrú til þeirra.
Skýrasta dæmið nú um stundir er ástandið í borgarstjórn Reykjavíkur, sem er ekki lengur áhyggjuefni heldur aðhlátursefni.
Vonandi tekst forráðamönnum Landspítala að koma í veg fyrir að hið sama gerist á þeirra vettvangi, sem væri óskemmtilegt.

Ritstjórnargrein Morgunblaðið 26.04.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-