-Auglýsing-

Von á fjölda uppsagna á Landspítala

Mikill fjöldi skurðhjúkrunarfr., svæfingarhjúkrunarfr. og geislafræðinga á Landspítalanum íhugar að segja upp starfi sínu um mánaðamótin en alls eru það rúmlega 150 manns sem við þessi störf starfa á spítalanum. Ástæðan er megn óánægja með nýtt vaktafyrirkomulag sem tekur gildi um mánaðamót. Talsmenn starfsfélaga leggja áherslu á að ekki sé um skipulagðar hópuppsagnir að ræða heldur taki hver og einn ákvörðun á sínum forsendum.

“Þessar breytingar leggjast afar illa í okkur. Við teljum að þeir sem að nýju vaktarplani standa séu ekki með á nótunum varðandi gæði og öryggi sjúklinga,” segir Vigdís Árnadóttir, trúnaðarmaður skurðstofu á Hringbraut. Breytingarnar fela meðal annars í sér að skurðhjúkrunarfræðingur sem ekki er þjálfaður í keisaraskurði getur verið kallaður inn á kvennadeild sé hann á vakt þó hann sé sérþjálfaður í hjartaskurðaðgerðum og öfugt.

-Auglýsing-

Eldra fyrirkomulag hefði þó gert ráð fyrir að sérþjálfaður starfsmaður á bakvakt væri kallaður til. “Við höfum öryggi sjúklinga í fyrirrúmi og teljum að ef standa eigi við þetta fyrirkomulag sé sjálfkrafa búið að segja okkur upp. Við viljum ekki starfa við svona aðstæður,” segir Vigdís.

Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga, segir nýjar vaktir koma niður á kjörum starfsmanna. “Mikil óánægja er með þessar breytingar,” segir hún.- kdk

- Auglýsing-

Fréttablaðið 26.02.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-