-Auglýsing-

Bráðatæknar vel menntaðir

„Heilbrigðiskerfið virkar af því að heilbrigðisstéttir vinna saman. Við teljumst til heilbrigðisstétta,“ segir Sveinbjörn Berentsson bráðatæknir en mikil umræða hefur verið undanfarið um þá ákvörðun að hætta að láta lækna fylgja neyðarbílnum.

Sveinbjörn segir Landspítalann þó einungis vera að bregðast við þeirri þróun sem hefur orðið í menntun bráðatækna. Brynjar Þór Friðriksson starfar einnig sem bráðatæknir og hann tekur undir með Sveinbirni. „Þetta er ekki svo mikil breyting frá því sem áður var. Það er ekki læknir í öllum bílum,“ segir hann og bætir við að áfram verði unnið í nánu samstarfi við bráðalækni. „Við verðum í beinu talsambandi við lækna á bráðamóttökunni,“ segir hann og bætir því við að eftir sem áður verði læknir sendur á staðinn þegar mikið liggur við.

-Auglýsing-

„Meðalstarfsaldur bráðatækna hérna er 12 ár,“ segir Sveinbjörn og Brynjar bætir við að mikið hafi verið lagt í þjálfunina. „Þjálfunin hér heima er stigskipt, fyrst er byrjendaþjálfun, svo vinna menn í þrjú ár og fara í framhald og svo seinna lokaþjálfun erlendis.“ Íslenskir sjúkraflutningsmenn hafa farið til Pittsburg í Bandaríkjunum og tekur þjálfun þar um 10 mánuði.

Bjarni Þór Eyvindsson hefur farið fyrir þeim bráðalæknum sem helst hafa gagnrýnt breytingarnar. „Menn hafa áhyggjur af því hvað gerist þó þjálfun bráðatækna sé mikið framfaraskref sem miðaði að því að efla þjónustuna,“ segir hann og bætir því við að samstarfið hafi skilað mjög góðum árangri. „Nú á að fórna því samstarfi fyrir litla eða enga peninga,“ segir Bjarni Þór.

- Auglýsing-
Í hnotskurn

Læknir hætti að vera í neyðarbílum þann 15. janúar síðastliðinn. Landlæknir telur breytinguna verða til bóta. Gert er ráð fyrir að breytingin spari um 30 milljónir.

www.mbl.is 19.01.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-