-Auglýsing-

Franskur leikmaður fékk hjartaáfall

Franskur knattspyrnumaður, sem leikur í 2. deild í Frakklandi, er á gjörgæslu eftir að hafa fengið hjartaáfall í leik Niort og Sedan í gær. Marco Randrianantoanina er 24 ára gamall varnarmaður og hefur m.a. leikið með enska úrvalsdeildarliðinu Birmingham.

Hann féll niður á 23. mínútu leiksins og sjúkrateymi beggja liða hófu strax endurlífgun á leikmanninum. Var hjartastuðtæki m.a. notað áður en hann var fluttur með hraði á sjúkrahús. Randrianantoanina hefur leikið með frönsku liðunum Gueugnon og Brest en forráðamenn Niort segja að ástand leikmannsins sé enn alvarlegt.

 Phil O’Donnell, fyrirliði skoska úrvalsdeildarliðsins Motherwell, lést í lok desember s.l. eftir að hann fékk hjartaáfall í leik með liðinu. Á undanförnum árum hafa margir knattspyrnumenn látist eftir að hafa fengið hjartaáfall.

Má þarf nefna Antonio José Puerta Pérez sem lék með Sevilla á Spáni. Hann lést í lok ágúst á síðasta ári og var þá 23 ára gamall. Miklos Feher frá Ungverjalandi lést í janúar árið 2004 í leik með Vitoria Guimaraes í Portúgal en hann var 24 ára gamall.

Marc-Vivien Foe, landsliðsmaður frá Kamerún, féll niður í landsleik gegn Kólumbíu í júní árið 2003. Vivien Foe var á þeim tíma leikmaður Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Hann reyndist vera með hjartagalla.

www.mbl.is 19.01.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-