-Auglýsing-

Mikilvægara að hjálpa fólki en fúaspýtum

ÞORGRÍMUR Þórðarson, vélstjóri, segir ákvörðunina um að hætta að láta lækni fylgja neyðarbílnum vera sem blaut tuska framan í Hjartavernd, sem hafi gert mjög mikið fyrir spítalana. „Þetta er lélegt þakklæti,“ segir hann. Þorgrímur hefur oft þurft á þjónustu neyðarbílsins að halda. Hann segir að eitt sinn hafi hjartað stoppað 17 sinnum og læknir í neyðarbílnum hafi þá bjargað lífi sínu sem oftar. „Það vill nefnilega svo til að þó þeir séu alveg yndislegir strákarnir á þessum bílum, duglegir og allt það, þá hafa þeir ekki læknaleyfi,“ segir hann og bendir á að það takmarki það sem þeir megi gera. En umræðuna vanti. „Það er mikið meira talað um þessa helvítis kofa niður á Laugavegi sem mættu þó gjarnan fara. Það er meira vit í því að hjálpa fólki eitthvað heldur en einhverjum fúaspýtum.“

Morgunblaðið 18.01.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-