-Auglýsing-

Munntóbaki fylgir aukin hætta af völdum hjartaáfalla og heilablóðfalla

Sænsk rannsókn sem gerð var við Karolinska institutet, sænskan læknaháskóla, bendir sterklega til þess að munntóbak geti verið lífshættulegt þeim sem fá hjartaáfall eða heilablóðfall. Vísindamenn rannsökuðu tengsl dauðsfalla af völdum hjartaáfalla og heilablóðfalls og munntóbaksneyslu og sýndi rannsóknin að þeir sem urðu fyrir slíku áfalli voru 30% líklegri til að látast ef viðkomandi notuðu munntóbak.

Fylgst var með 118.000 Svíum um nokkurra ára skeið. Maria-Pia Hergens, sem stjórnaði rannsókninni segir að niðurstöðurnar komi ekki á óvart og að læknar telji að nikótín auki áhrif slíkra áfalla.

-Auglýsing-

Hergens er þó á því að munntóbakið, sem vinsælt er meðal ungmenna á Norðurlöndum, sé skárra en reykingar. „Það er auðvitað betra að nota munntóbak en að reykja, en það þarf að vera á hreinu að munntóbakinu fylgja líka hættur”.

www.mbl.is 14.11.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-