-Auglýsing-

Líkamstjón vegna mistaka við greiningu á Landspítala

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að starfsfólki Landspítala hafi yfirsést að greina bráðakransæðastíflu og veita manni meðferð í tæka tíð í febrúar 2003. Ekki þótti sannað að hjartadrep sem maðurinn varð fyrir hefði orðið það sama ef engin töf hefði orðið og var skaðabótaskylda íslenska ríkisins viðurkennd. Í kjölfar áfallsins hefur maðurinn átt við mjög erfið veikindi að stríða.

Maðurinn höfðaði málið í kjölfar þess að bótaskyldu var hafnað, sem gert var með hliðsjón af umsögn læknaráðs. Ráðið komst að þeirri niðurstöðu að eðlilega hefði verið staðið að greiningu á manninum og er það í andstöðu við álit landlæknis og tveggja sérfræðinga.

Maðurinn kom á sjúkrahúsið kl. 16.25 og var þá tekið hjartalínurit. Það hefur hins vegar ekki fundist í sjúkraskrá mannsins og taldi dómurinn m.a. ámælisvert að gögn úr sjúkraskrá skyldu ekki finnast. Annað línurit var tekið kl. 17.41 og var þá talið að maðurinn væri með gollurshússbólgu. Rétt fyrir átta var á nýjan leik tekið hjartalínurit og að sögn sérfræðinga sem báru vitni fyrir dómi komu þá fram ótvíræðar vísbendingar um að maðurinn væri með kransæðastíflu. Þó var beðið með hjartalínurit, blóðprufur og ómun í meira en tvær klukkustundir og segaleysandi meðferð hófst ekki fyrr en þremur tímum eftir að hjartalínurit benti til hjartadreps.

Í niðurstöðu héraðsdóms segir m.a. að við mat á sönnunargildi umsagnar læknaráðs verði að líta til þess að sá sérfræðingur sem leitað var til starfar hjá Landspítala. „Þá starfar formaður ráðsins hjá spítalanum og aðrir sem eru í réttarmáladeild ráðsins. Er þetta til þess fallið að draga úr hlutleysi umsagnarinnar,“ segir m.a. í niðurstöðunni.

Tengill á dómin í heild sinni

Eftir Andra Karl

andri@mbl.is

- Auglýsing-

 

Morgunblaðið 17.11.2007

 

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-