-Auglýsing-

Getnaðarvarnar- og hjartalyf í skolpi hér á landi

Getnaðarvarnar- og hjartalyf eru á meðal efna sem mælast í skolpi á Íslandi, þetta sýnir ný norræn rannsókn. 

Sýni voru tekin við dælustöðina við Klettagarða, úr brunni við Landsspítala í Fossvogi, við dælustöðina á Akureyri og í Hveragerði en Matís og Lyfjastofnun voru á meðal þátttakenda í þessu rannsóknarverkefni.

-Auglýsing-

„Það sem við vorum að skoða í þessari rannsókn var magn lyfjaleifa sem er að fara út með skólpi. Þetta eru efni sem fólk er að taka inn, lyf og eins hreinlætisvörur eins og sjampó, sápur og lyktareiðar og annað svoleiðis. Þetta fer allt út með skolpi og þar af leiðandi út í umhverfið,” segir Hrönn Ólína Jörundsdóttir, verkefnastjóri hjá Matís.

Í flestum tilfellum var magn lyfja og hreinlætisvöru minna í íslenskum sýnum miðað við sýni frá Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi en í nokkrum tilfellum greindist þó meira magn í íslenskum sýnum, sem dæmi má nefna ibuprofen, sem er verkja og bólgueyðandi lyf, getnaðarvarnarlyfið estradiol og hjartalyfið Atenolol. Hreinsun á þessum efnum úr skólpi á sér ekki stað á Íslandi.

- Auglýsing-

„Þetta hefur ekki verið mælt áður á Íslandi og hefur ekki verið mælt mjög mikið, sérstaklega ekki á Norðurlöndunum.”

Skýrsluna má lesa í heild sinni hér.

www.visir.is 01.09.2012

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-