-Auglýsing-

Kringlan safnar fyrir hjartveik börn

„Láttu hjartað ráða“ er fjáröflun sem kaupmenn og starfsfólk í Kringlunni ætla að sýna frumkvæði í en Rekstrarfélag Kringlunnar stendur fyrir söfnuninni til stuðnings Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna.

Útbúinn hefur verið hjartalaga risasparibaukur úr plexigleri þar sem fólki mun gefast kostur á að styðja þetta góða málefni. Í tilefni þess að Kringlan er 25 ára langar okkur að gefa einskonar afmælisgjöf frá Kringlunni og viðskiptavinum til Neistans á þessum tímamótum.

Söfnunarhjartað verður staðsett í hjarta Kringlunnar og hófst í dag og stendur fram í september. Kaupmenn í Kringlunni, fyrirtæki og starfsfólk leiða þessa söfnun af stað með því að mynda röð að hjartanu til að setja í það 500 kr. seðil hver og einn. Með þessu fordæmi starfsfólks og rekstraraðila í Kringlunni er vonast til að gestir Kringlunnar taki virkan þátt í átakinu og um leið þeim gjörningi að láta 500 kr. seðlana lita hjartað rautt en viðskiptavinir verða hvattir með skiltum við hjartað að láta 500 kr. seðla í söfnunina.

www.mbl.is 29.08.2012

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-