-Auglýsing-

7 ástæður til að borða meiri fisk

LaxMatís stendur fyrir landsátaki í fiskneyslu undir heitinu fiskídag og af því tilefni rakst ég á fróðlegan pistil um hvað fiskur er góður fyrir okkur á smartland.is 

Fiskur er mjög mikilvægur þáttur í hollu og góðu mataræði. Hann er helsta uppspretta D-vítamíns, joðs og selens. Fiskurinn er ríkur af hágæða próteinum og margar fisktegundir innihalda mikið magn af ómega-3 fitusýrum.

Íslensku lýðheilsuráðleggingar gera ráð fyrir að fiskmeti sé borðað a.m.k. tvisvar sinnum í viku. Ungt fólk á Íslandi nær ekki lýðheilsumarkmiðum samkvæmt landskönnunum á mataræði.

En af hverju eigum við að borða fisk? Ástæðurnar eru mýmargar. Til dæmis:

Fiskneysla minnkar hættu á hjarta- og æðasjúkdómum

Feitur fiskur inniheldur umtalsvert magn af ómega-3 fitusýrum. Þessar fitusýrur geta bætt virkni æða. Við hóflega neyslu á ómega-3 fitusýrum geta þríglýseríð í blóði lækkað en auk þess geta ómega-3 fitusýrur haft bein bólguhamlandi áhrif á marga þætti hjarta- og æðakerfa.

- Auglýsing-

Hófleg neysla á feitum fiski getur lækkað blóðþrýsting

Háþrýstingur er einn af áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Vitað er að þyngd og matarræði hefur áhrif á blóðþrýstinginn. Með hóflegri neyslu á feitum fiski er mögulega hægt að hafa jákvæð áhrif á blóðþrýsting.

Fiskneysla getur hjálpað til við þyngdarstjórnun

Niðurstöður íslenskra rannsókna benda til þess að neysla á ómega-3 fitusýrum geti hjálpað til við stjórnun á hungurtilfinningu.

Feitur fiskur er ein besta uppspretta D-vítamíns

Líkaminn myndar D-vítamín í húðinni þegar sólin skín nægjanlega. Því er ekki til að dreifa hér á norðurslóðum yfir veturinn. Þess vegna er mikilvægt að borða nægjanlega mikið af feitum fiski eða taka hóflegt magn af lýsi til að tryggja nauðsynlegt magn D-vítamíns. D-vítamín er mikilvægt fyrir vöxt og viðhald tanna og beina, eðlilega starfsemi vöðva og ónæmiskerfis. Getur verið að það sem afar okkar og ömmur sögðu sé satt og rétt eftir allt saman?

„Drekktu nú lýsið þitt væna mín, þá verður þú ekki veik.“

Hágæða próteinuppspretta

- Auglýsing -

Fiskur inniheldur mikið af hágæða próteinum. Nýlegar rannsóknir benda til þess að mataræði sem inniheldur hvort sem er magran fisk, t.d. þorsk eða ýsu, eða feitan fisk, t.d. lax, silung, makríl eða síld, geti hjálpað til við þyngdarstjórnun og þyngdartap.

Uppspretta joðs

Joð er mikilvægt fyrir eðlilega starfsemi skjaldkirtils. Skjaldkirtillinn gefur frá sér mikilvæg hormón sem m.a. hafa með efnaskipti líkamans að gera. Í einhverjum tilfellum er vanvirkum skjaldkirtli um að kenna að fólk missir stjórn á þyngd sinni.

Getur fiskneysla stuðlað með beinum hætti að heilbrigðu holdafari?

Þroski heila og taugakerfis hjá fóstri og ungbörnum

Niðurstöður margra rannsókna benda til þess að hófleg neysla mæðra á ómega-3 ríkum afurðum á meðgöngu og þegar barn er á brjósti geti stuðlað enn frekar að heilbrigðum þroska heila og taugakerfis. Enn á þó eftir að sýna fram á að slík neysla mæðra á ómega-3 ríkum mat gerir börnin þeirra gáfaðri þegar til lengri tíma er litið.

Matís stendur fyrir landsátaki í fiskneyslu sem kallast fiskídag og verður formleg opnunarhátíð haldin í Smáralindinni laugardaginn 28. september milli kl. 12:00-16:00. Á þessa hátíð eru allir velkomnir.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-