-Auglýsing-

Geta aukaverkanir kólesteról lækkandi lyfja tilheyrt fortíðinni?

StatínlyfNý próf gera sérfræðingum kleyft að bera kennsl á þá þætti sem valda aukaverkunum lyfja og þannig leggja grunnin að nýjum meðferðarúrræðum.

Vísindamenn geta núna spáð fyrir um hvaða sjúklingar eru líklegir til að fá alvarlegar aukaverkanir af notkun statínlyfja, en frá þessu er sagt í Mail Online.

-Auglýsing-

Þessi þróun getur lagt lagt grunnin að nýrri meðferð fyrir þá sem þjást af hjartasjúkdómum.

Þúsundir manna og kvenna sem eru með hjartasjúkdóma þjást af alvarlegum og óþægilegum aukaverkunum af helstu lyfjunum –Statínlyfjum og ACE hemlum- sem notuð eru til að meðhöndla sjúkdómana.

Ný rannsókn, frá Háskólanum í Dundee bendir til þess að hægt sé að beita erfðarfræðilegum rannsóknum til að segja fyrir um þessar aukaverkanir.

„Statínlyf og ACE hemlar eru áhrifaríkustu lyfin til að koma í veg fyrir og meðhöndla hjarta og æðasjúkdóma, en það þyrfti að beita notkun þessara lyfja með betri hætti,“ segir prófessor Colin Palmer, frá Háskólanum í Dundee, sem leiddi rannsóknina.

- Auglýsing-

„Það eru milljónir Breta sem taka þessi lyf og verulega stór hluti af þeim verður fyrir óþægilegum aukaverkunum.

Þetta veldur sjúklingunum ekki bara skaða heldur verður til þess að margir hætta notkun lyfjanna sem setur þá í meiri áhættu að verða fyrir vandræðum sem verða vegna hjartasjúkdóma.“

Prófessor Palmer útskýrði að ódýrt erfðarfræðipróf gæti gert það kleift að bera kennsl á þá líffræðilegu þætti sem gefa til kynna hvort sjúklingur geti tekið lyfið með öruggum hætti eða ekki.

Hann vonast til þess að geta þróað próf fyrir almennan markað sem gæti gert læknum kleyft að komast að því með einföldum og fljótlegum hætti hvort það sé í lagi að gefa viðkomandi sjúklingi lyfin.

Það er talið að um 1% þeirra sem fá ACE hemla –lyf sem slakar á æðunum til að lækka blóðþrýsting- þjáist af ofsabjúg (angiodema), viðbrögð sem valda því að svæðið í kringum munn og varir bólgnar upp.

Talið er að um einn af hverjum 1.000 þjáist af vöðvasjúkdóm (myopathy), sem veldur þróttleysi og jafnvel vöðvaskemmdum.

Þar sem milljónir manna taka þessi lyf þýðir það að þúsundir manna þjást af aukaverkunum tengdum lyfjunum.

„Við erum á því stigi í rannsóknum á erfðarfræði að tilkoma hagkvæmra prófa gefur okkur möguleika á því að koma auga á hvort fólk er móttækilegt fyrir aukaverkunum þegar þeim eru gefin þessi lyf,“ segir Dr. Palmer.

- Auglýsing -

„ Ef við náum að bera kennsl á þá erfðarfræðilegu þætti sem eiga í hlut að máli getum við þróað próf sem getur sagt fyrir um hvernig sjúklingar bregðast við lyfjunum.

Þetta myndi gera virkni lyfjanna mikið áhrifaríkari og við gætum tryggt að réttu sjúklingarnir fengju réttu lyfin en komið í veg fyrir að þeir sem gætu lent í alvarlegum aukaverkunum við notkun þeirra fengju þau.“

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-