-Auglýsing-

Michael Mosley segist hafa haft rangt fyrir sér varðandi fitu

Michael MosleyMichael Mosley, einn af upphafsmönnum 5:2 mataræðisins, skrifar pistil á vefsíðu Daily Mail þar sem hann viðurkennir að hafa haft rangt fyrir sér hvað varðar það að fita sé óholl. Hann segist hafa predikað það síðan í læknanámi sínu að forðast beri fitu eins og heitann eldinn, en nú hafi rannsóknir sýnt skýrt og skorinort að engin tengsl séu á milli fitu og hjartasjúkdóma. Hér má finna þýðingu á pistli Michael Mosley, gefum honum orðið:

„Mjólk, ostur, smjör, rjómi – og í rauninni öll mettuð fita, er slæm fyrir mann. Eða því hef ég trúað alveg síðan ég var læknanemi fyrir um 30 árum síðan. Á þeim tíma sannfærði ég vini og vandamenn um að mettuð fita myndi stífla æðarnar þeirra, sem og valda mikilli þyngdaraukningu.

Aftur á móti hef ég nýlega þurft að taka algjöra U-beygju hvað þetta varðar. Það er kominn tími til að ég biðjast afsökunar á öllum þeim gagnlausu ráðum sem ég hef gefið um fitu.

Nýjum rannsóknum hefur ekki aðeins mistekist að finna sannfærandi tengsl milli mettaðrar fitu og hjartasjúkdóma, heldur hafa þær einnig gert út af við aðrar sögusagnir um fitu.
Í dag má finna mjög sannfærandi gögn sem sýna að fitulítið mataræði virkar sjaldnast og það að borða rétta tegund fitu er ekki aðeins gott fyrir hjartað heldur getur það líka hjálpað til við þyngdartap.

Svo hvað hefur valdið þessum breytingum? Og hvað er þá að gera okkur feit?

Rótin að þessum misskilningi liggur í grein sem kom út árið 1953 eftir Bandarískann vísindamann að nafni Ancel Keys. Greinin fjallaði um stíflaðar æðar sem voru sívaxandi vandamál. Keys var með einfalt graf í grein sinni sem bar neyslu fitu saman við dauðsföll sökum hjartaáfalla hjá mönnum frá sex mismunandi löndum. Bandaríkjamenn, sem borðuðu mikið af fitu, voru mun líklegri til að fá hjartaáfall en Japanir, sem borðuðu litla fitu. Vandamálið leyst. Eða hvað?

- Auglýsing-

Aðrir vísindamenn byrjuðu að velta fyrir sér hvers vegna Keys ákvað að fókusera aðeins á sex lönd þegar hann hafði aðgang að gögnum frá 22 löndum. Ef að lönd eins og Frakkland og Þýskaland voru tekin með þá urðu tengslin milli hjartasjúkdóma og fituneyslu töluvert veikari. Þetta voru eftir allt saman lönd sem neyttu mikillar fitu, en voru með frekar temmilega tíðni hjartasjúkdóma.

Breskur vísindamaður að nafni John Yudkin benti á að það væri í raun miklu sterkari tengsl á milli sykurneyslu og hjartasjúkdóma. Prófessor Yudkin hélt því fram að sykur væri það sem væri að valda hækkaðri tíðni hjartasjúkdóma á Vesturlöndunum. Hann benti einnig á aðra hættulega stefnu sem var upprennandi á sjötta áratugnum í Bretlandi: sambandið milli fjölda sjónvarpa sem keypt voru og dauðsfalla sökum hjartaáfalla. Það að kaupa sjónvarp á sjötta áratugnum var merki um að þú værir efnamikill, en það þýddi líka að þú myndir eyða töluvert meiri tíma sitjandi. Þessi rannsókn var ein af þeim fyrstu til að benda á hætturnar sem fylgja kyrrsetu lífstíl.

En aðvaranir Yudkin‘s um sykur voru fordæmdar af öðrum vísindamönnum og afskrifaðar sem „ekkert annað en vísindaleg svik/blekking“. Eins og einn af kollegum hans sagði svo eftirminnilega, þá var Yudkin „hent undir rútuna“ – hugmyndir hans fengu aldrei hljómgrunn.

Á meðan þá fékk stríðið gegn fitu aukinn meðbyr og um það leyti sem ég fór í læknaskóla á níunda áratugnum þá nefndi enginn uppgötvanir Yudkin‘s. Fólk var að minnka neyslu á mjólkurvörum og skipta yfir í sykruð kolvetni og jurtaolíu. Þegar upp var staðið, þá voru þetta mistök. Til þess að breyta jurtaolíu í smjörlíki þá notuðu framleiðendur ferli sem kallast vetnun (gas pumpað gegnum olíuna á mjög háum hita), og þetta framleiðir transfitu. Transfita er „Darth Vader“ allrar fitu: góðri fitu er breytt í slæma fitu.

Ólíkt því sem við á um mettaða fitu, þá eru til skýr gögn um að transfita hefur skaðleg áhrif á hjartað. Transfitur mátti finna í flestum kexum og kökum sem keyptar voru í búðum þar til þær voru fjarlægðar árið 2007.

Þetta var samt sem áður frekar seint fyrir mig. Sem nemandi þá tók ég þeim ráðum mjög alvarlega að mettuð fita, ekki transfita, væri óvinurinn. Ég var grannur og æfði mikið, en ég át einnig smjör og hamborgara. Ég var með fjölskyldusögu um hjartasjúkdóma, heilablóðföll og faðir minn hafði nýlega greinst með sykursýki. Ég sagði sjálfum mér að það væri kominn tími til að gera eitthvað í málunum. Ég sannfærði faðir minn um að fara á fitulítið mataræði. Hann léttist eitthvað, en gafst fljótlega upp.

Með trega þá kvaddi ég nautakjöt, skipti yfir í undanrennu og forðaðist allt jógúrt með fitu. Þetta var töluvert dauflegra mataræði en ég var vanur, en ég var allavega hollari. Eða var ég það? Nei. Ég hélt þessu áfram í nokkra áratugi, og niðurstaðan? Ég bætti á mig um 13 kg, þrátt fyrir reglulega hreyfingu. Kólestrólið rauk upp fyrir heilsusamleg mörk og fyrir tveimur árum var ég á mörkum þess að vera með sykursýki.

Þrátt fyrir að líta ekki út fyrir að vera feitur, þá hrúguðust kílóin á mig á versta stað, innan í kviðnum og húðuðu líffærin fitu.

- Auglýsing -

Viðbrögð mín voru að æfa meira en það hafði lítið áhrif. Ég var að borða minni fitu, en bætti upp fyrir það með mjölvaríku pasta og karteflum. Það sem ég áttaði mig ekki á þá var það hvernig áhrif þess konar matur hefur á líkamann. Soðin kartefla mun spíta glúkósanum í blóðinu upp nánast eins hratt og teskeið af sykri, þar sem hún er mjög auðmeltanleg.

Það er mikil kaldhæðni í því að við vitum núna að með því að borða karteflu með smjöri, þá er upptaka fitunnar hæg og blóðsykurs hækkunin verður ekki eins hröð. Þegar blóðsykurinn fer hratt upp þá neyðist brisið til þess að pumpa insúlíni út í líkamann, sem lækkar blóðsykurinn, en getur orðið til þess að þú verður svangur aftur stuttu seinna. Kolvetni eru heldur ekki eins mettandi og fita og prótein. Þannig að maður borðar meira af þeim og kílóin læðast aftan að manni.

Egg eru kjörið dæmi um það hvernig við höfðum rangt fyrir okkur með fitu. Á níunda áratugnum var okkur sagt að egg væru kólestról tímasprengja og varað við því að borða fleiri en eitt á viku. Þannig að ég hætti að borða egg og reyndi að fá fjölskyldu mína til að gera slíkt hið sama. Þvílík mistök sem það voru.

Rannsókn í the British Medical Journal árið 2013 ályktaði að „mikil neysla á eggjum hefur ekki tengsl við aukna hættu á hjartasjúkdómum eða heilablóðfalli“. Þannig að egg eru komin aftur til leiks, og prótein þýðir að þú verður saddur lengur.

Þannig að, er fita í raun fitandi? Fita inniheldur töluvert fleiri kaloríur heldur en kolvetni eða prótein, og því er auðveldasta leiðin til að léttast augljóslega að sleppa henni. Samt sem áður ber fitulítið mataræði sjaldnast árangur þar sem fólk heldur sig ekki við það – það verður of svangt.

Á sjötta áratugnum, þá hélt prófessor Hugh Sinclair frá Oxford því fram að við ættum að vera að borða meiri fitu, ekki minni. Hann hafði verið í Canada og varð hugfanginn af því að Inúítar neyttu fitumikils mataræðis en voru samt með lága tíðni hjartasjúkdóma. Var eitthvað í olíumikla fisknum sem verndaði þá? Hann ákvað að komast að því með því að borða ekkert nema sel, olíuríkann fisk, lindýr og krabbadýr.

Meðan ég var að gera sjónvarpsþáttinn „Læknisfræðilegur ómerkingur“ (e. Medical Mavericks) á BBC þá ákvað ég að endurtaka þessa tilraun. Sem betur fer, þá var selurinn sem við reyndum að flytja inn gerður upptækur af tollinum, þannig að mataræði mitt samanstóð aðallega af fiski. Sinclair hélt sig við sitt mataræði í þrjá mánuði, mér tókst að gera þetta í mánuð.

Meðan Sinclair var á þessu mataræði þá athugaði hann hversu langan tíma það tæki fyrir blóðið hans að kekkjast með því að skera sig einu sinni í viku. Það fór úr því að taka þrjár mínútur upp í óhugnalegar 50 mínútur. Hjá mér, þá tvöfaldaðist tíminn.

Þrátt fyrir að hann hafi tekið þetta út í hættulegar öfgar, þá sýndi Sinclair að fiskiolía minnkar límeiginleika blóðflaganna í blóðinu og minnkar þannig hættuna á blóðtöppum, sem geta leitt til hjartaáfalls eða heilablóðfalls.

Nýlegra dæmi um það hversu rangt við höfðum fyrir okkur með fitulítið mataræði var rannsókn sem kallaðist „Look Ahead trial“ og byrjaði árið 2001. Yfir 5000 þáttakendur í yfirþyngd og með sykursýki voru settir á fitulítið mataræði og hvattir til að hreyfa sig. Eftir næstum 10 ár var rannsókninni hætt. Þeir sem voru á fitulitlu mataræði léttust lítið meira en viðmiðunarhópur, og það var enginn marktækur munur á tíðni hjartaáfalla og heilblóðfalla.

Rannsókn sem gerð var á síðasta ári rak síðan annan nagla í kistu fitulítils mataræðis. Hópur af 7500 körlum og konum var úthlutað af handahófi að neyta annað hvort fitulítils mataræðis eða töluvert fituríkara mataræðis, Miðjarðarhafsmataræði. Í Miðjarðarhafsmataræðinu átti fólkið að borða ávexti, grænmeti, kjöt og fisk ásamt því að borða olíuríkar hnetur, ólífuolíu og fá sér vínglas við og við með matnum.

Aftur, þá var rannsóknin stoppuð snemma, í þetta sinn var það vegna þess að þeim sem voru á Miðjarðarhafsmataræðinu gekk mun betur en þeim sem voru á fitulitla mataræðinu, en tíðni hjartaáfalla og heilablóðfalla minnkaði um 30% hjá þeim.

Þannig að sumar fitur eru góðar fyrir okkur, en mettaðar fitur hljóta að vera slæmar?

Það hefur jafnvel verið grafið undan þeirri staðhæfingu með rannsókn sem gerð var af Bresku Hjartasamtökunum og gefin út á þessu ári. Sú rannsókn byggði á 72 fyrri rannsóknum og rannsakendur fundu engin gögn um að mettuð fita orsakaði hjartasjúkdóma.

Þetta þýðir þó ekki grænt ljós á að við megum hella rjóma upp í okkur, því þó að mettaðar fitur hafi ekki bein skaðleg áhrif á hjartað, þá geta of margar kaloríur haft slík áhrif.

Persónulega, þá reyni ég að eiga ekki kex og kökur á heimilinu þar sem ég veit ég get ekki staðist það. En ég er farinn að borða smjör aftur, gríska jógúrt og léttmjólk. Ég borða meira af olíumiklum fisk, eggjum og einstaka hamborgara.

Eftir öll þessi ár þar sem ég hélt að mettuð fita væri óvinurinn, þá hefur hún aldrei bragðast betur en núna.“

Þýddur pistill af Daily Mail. Vefsíða Micheal Mosley er www.thefastdiet.co.uk.

Hanna María Guðbjartsdóttir.

Mynd: radiotimes.com

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-