-Auglýsing-

10 leiðir til að minnka sykurneyslu

Mynd/Shutterstock

Sykri er komið fyrir í ótrúlega mörgum tegundum matvæla og magnið sem við neytum er ótrúlegt. Talið er að meðalneysla á sykri sé um 50 kíló á mann á ári á Íslandi og ljóst að þesskonar neysla hefur áhrif á sykurþol, hjarta og æðakerfið. 

Á vef Náttúrulækningafélagsins kennir ýmissa grasa og þar rakst ég meðal annars á þennan ágæta pistil um hvernig hægt er að minnka sykurneyslu.

10 góðar leiðir til þess að minnka sykurneyslu án mikillar fyrirhafnar.

1. Morgunkorn
Einn vinsælasti morgunmaturinn, sérstaklega hjá börnum, er morgunkorn sem getur innihaldið mikið magn af sykri. Einföld leið til að minnka sykurinn í upphafi dags er að borða frekar hafragraut eða t.d súrmjólk með múslí. Ef morgunkorn er á borðum er hægt að velja sykurlítið morgunkorn og í stað þess að sykra það má bæta út í rúsínum, abríkósum og öðrum þurrkuðum ávöxtum til að gera það sætara.

2. Gosdrykkir og djús
Gosdrykkir og djús eru að stórum hluta sykur en oft er sykur stærsti hluti drykkjarins á eftir vatni. Vatn er að sjálfsögðu besti drykkurinn en ef kranavatnið heillar ekki má “krydda” það með því að skera niður lime, sítrónu, appelsínu eða epli til að bragðbæta vatnið á náttúrulegan hátt.

3. Sætabrauð
Sætabrauð með kaffinu. Þar er einfalt mál að skipta sætabrauðinu út með grófara brauði með áleggi. Það er líka orka sem endist manni lengur inn í daginn.

- Auglýsing-

4. Hunang í stað sykurs
Í mjög mörgum tilfellum má skipta sykri út með hunangi sem er dísætt, en mun hollara en hvítur sykur.

5. Minni bitar
Það er ósanngjarnt að fara fram á að fólk hætti að borða súkkulaði. Það er einfaldlega of gott til þess. Hins vegar eru litlir bitar alveg jafn bragðgóðir og stórir bitar. Taktu lítinn bita og njóttu hans í botn með því að láta hann bráðna upp í þér.

6. Notaðu spennandi krydd
Vendu þig á fjölbreytt bragðefni í eldamennskunni eins og negul, engifer, kanel, hnetur eða krydd. Oft virðist sem að því fituminni sem varan er því meira sé bætt í hana af sykri á móti. Skiptum sykrinum út fyrir önnur bragðaukandi efni sem í þokkabót geta fært okkur í framandi heimshluta í huganum.

7. Minnkaðu sykurinn í skömmtum
Sykur er ávanabindandi og óraunsætt að ætla sér að skera hann allan niður í einu. Minnkaðu skammtana smám saman og vendu bragðlaukana við minna sætubragð.

8. Desertin
Eftirrétturinn þarf ekki að vera kaka eða ís með niðursoðnum ávöxtum og súkkulaðisósu. Hægt er að gera ýmsa skemmtilega eftirrétti sem eru lausir við viðbættan hvítan sykur. Fjölbreytt ávaxtasalad og gómsætar hrákökur vekja almennt mikla lukku hjá ungum sem öldnum.

9. Nammi
Já, það þarf líka að skera það niður. Í stað þess að grípa í súkkulaðistykki í sjoppunni er hægt að vera með rúsínur og hnetur í poka til að narta í eða kaupa hafrakökur í stað súkkulaðistykkis. Best er auðvitað að baka þær sjálfur og vita þá nákvæmlega hvað er í innihaldslýsingunni.

10. Minna brauð og pasta
Þó það sé ekki mikill hvítur sykur eru kolvetni 50-75% af brauði og pasta. Tilbúnar pastasósur eru almennt stútfullar af sykri (þess vegna elska flest börn tómatsósu) en heimagerðar sósur úr ferskum tómötum og basilíkunni úr eldhúsglugganum er bæði hollari og miklu bragðbetri.

Gangi ykkur vel.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-