-Auglýsing-

Þannig er best að geyma lyf á heimilum

#Lyfjaskil – taktu til! Við getum öll lagt okkar af mörkum með því að geyma lyf á öruggan hátt og skila lyfjum til eyðingar í apótek.

Posted by Lyfjastofnun on 3. mars 2017

Átak Lyfjastofnunar þar sem almenningur er hvattur til þess að skila inn útrunnum lyfjum til apóteka til eyðingar og tryggja að lyf séu geymd með viðeigandi hætti á heimilinu er mikilvægt til að tryggja öryggi heimilisins.  Þetta er málefni sem við hjartafólk þurfum að vera vakandi yfir þar sem mörg okkar nota mikið af lyfjum sem sum hver geta verið skaðleg í röngum höndum.

-Auglýsing-

Hér eru nokkur góð ráð um örugga geymslu lyfja:

Veljið lyfjum, sem geyma á í kæli, öruggan stað í kæliskápnum. Gætið að því að hitastigið sé ekki of lágt og lyfin mega alls ekki frjósa

  • Geymið öll lyf, sem geyma má við stofuhita, á einum stað þar sem ekki er hætta á raka
  • Geymið öll lyf þar sem börn hvorki ná til né sjá
  • Geymið lyf gjarnan í skáp sem hægt er að læsa
  • Forðist að sólarljós nái að skína á lyf
  • Takið reglulega til í lyfjum heimilisins

Ef þessum ráðum er fylgt dregur það úr hættu á að börn eða aðrir taki inn lyf fyrir slysni. Jafnvel litlir skammtar af algengum lyfjum geta valdið alvarlegri eitrun hjá börnum og gæludýrum. Sem dæmi um algeng lyf sem geta verið hættuleg börnum eru Parasetamól og algeng vítamín.

Ekki geyma lyf í náttborðsskúffunni, veskinu, eldhússkápnum eða á öðrum stað þar sem auðvelt er að ná til þeirra – nema það sé nauðsynlegt af heilsufarsástæðum. Röng geymsluskilyrði, t.d. of hátt hitastig, geta með tímanum haft áhrif á gæði lyfja.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-