-Auglýsing-

Yfirvinnubanni ekki frestað

Elsa B Friðfinnsdóttir, formaður félags íslenskra hjúkrunarfæðinga, segir samninganefnd hjúkrunarfræðinga nokkuð bjartsýna á að samkomulag muni nást í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins í dag. „Viðræður gengu ágætlega í gær og nú þýðir ekkert annað en að halda áfram með þá vinnu,” sagði hún er blaðamaður mbl.is ræddi við hana í dag.

„Við höfum tekið þá stefnu að sitja ekki við langt fram á nótt heldur taka okkur heldur hlé. Við höfum því nýtt kvöldin og næturnar til að hugsa og síðan mætt endurnærð aftur að morgni.

-Auglýsing-

Fundur hefur verið boðaður klukkan ellefu hjá sáttanefndum félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins en Elsa segist ekki viss um að sú tímasetning standist þar sem fundur ljósmæðra hófst klukkan tíu og fundur hjúkrunarfræðinga getur ekki hafist fyrr en að honum loknum,. Hún segist þó gera ráð fyrir mun lengri fundi hjá hjúkrunarfæðingum en ljósmæðrum. „Nú bara sitjum við,” sagði hún. „Jafnvel þótt það verði til fjögur á morgun.” 

Yfirvinnubann hjúkrunarfræðinga mun taka gildi klukkan fjögur á morgun  náist samkomulag ekki fyrir þann tíma og segir Elsa ekki koma til greina að því verði frestað.

Spurð um það hvort bjartsýni hafi minnkað frá því á mánudag sagði Elsa að sér hafi þótt sú opnun sem varð á mánudag mjög spennandi en að útfærsla þeirra hugmynda sem þá voru settar fram hafi síðan reynst flóknari en talið hafi verið í upphafi. „Það má eiginlega segja að við höfum vanmetið það hvað þetta tæki langan tíma enda er þetta flókinn hópur,” segir hún.

„Hér er um að ræða dagvinnufólk og vaktavinnufólk bæði hjá stórum stofnunum á þéttbýlissvæðunum og hjá minni stofnunum úti á landi. Það tekur bara sinn tíma að fara yfir þetta allt saman og fá það til að ganga upp. Við vonumst hins vegar virkilega til þess að þetta takist fyrir morgundaginn.”

- Auglýsing-

Elsa vill ekki greina frá efnisatriðum viðræðnanna og segir að um heildarpakka sé að ræða sem einungis verði kynntur sem slíkur. „Það eru engin ákveðin atriði sem við erum alveg búin að ganga frá og engin atriði sem eru alveg órædd. Þetta fléttast allt saman saman,” sagði hún.

www.mbl.is 09.07.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-