-Auglýsing-

Yfirlýsing frá Félagi ungra lækna

Eftirfarandi er yfirlýsing frá Félagi ungra lækna (FUL) varðandi breytingu í neyðarbíl höfuðborgarsvæðisins: „Málefni neyðarbíls höfuðborgarsvæðisins hafa verið til umræðu að undanförnu vegna áætlana sviðsstjóra Slysa- og bráðasviðs um að taka lækni af bílnum í því skyni að spara 20 milljónir króna. Hefur þetta verið gert til að mæta kröfu hins opinbera um sparnað á sviði Slysa- og bráðadeildar.

Frá og með 17. janúar starfar enginn læknir á neyðarbíl höfuðborgarsvæðisins. Þegar líf liggur við er læknir frá Slysa- og bráðadeild LSH kallaður út og sóttur af starfsmönnum slökkviliðsins. Mun þetta án efa lengja þann tíma sem tekur að fá lækni á vettvang og setja sjúklinga í aukna hættu.

-Auglýsing-

Sá læknir sem kallaður er til í þessi útköll sinnir jafnframt sjúklingum á Slysa- og bráðadeild LSH án þess að til komi sambærileg aukning á starfsfólki á Slysa- og bráðadeildinni. Þetta gengur í berhögg við yfirlýsingar yfirstjórnar Landspítalans sem hefur haldið því fram að verið sé að bæta þjónustuna. Þannig mun ekki einungis þjónusta við bráðveika sjúklinga utan spítalans skerðast mögulega með alvarlegum afleiðingum heldur einnig innan Slysa- og bráðadeildar. Það er því ljóst að yfirlýsing yfirstjórnar frá því fyrir jól stenst enga skoðun og er í raun dulin sparnaðaraðgerð sem kostað gæti mannslíf.

Mikill uggur er í unglæknum Slysa- og bráðadeildarinnar vegna þessara breytinga og eru margir að íhuga eða hafa ákveðið að ráða sig annað.

Læknir hefur starfað á neyðarbílnum frá 1982. Við það jókst lifun sjúklinga eftir hjartastopp um 100%. Með núverandi kerfi hefur lifun eftir hjartastopp verið með því mesta sem þekkist á Vesturlöndum og með því að fjarlægja lækni af neyðarbílnum er verið að taka gríðarstórt skref aftur á bak og óttast ungir læknar að það geti leitt til dauðsfalla sem hægt hefði verið að komast hjá. Því vill stjórn Félags ungra lækna ítreka að hún fordæmir þessa ákvörðun og telur hana aðför að öryggi og velferð sjúklinga innan sem utan spítalans.“

Morgunblaðið 26.01.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-