-Auglýsing-

Vísindamenn telja sig hafa fundið “hjartaáfalls genið”

HjartaáfallTalið er að 64% einstaklinga beri með sér stökkbreytt gen sem auki líkur á hjartaáföllum um 15%. Genið veldur því að blóðflögur loða meira saman sem eykur líkur á blóðsegamyndun sem dregur úr blóðflæði til hjartans og getur valdið hjartaáföllum.

Þýskir vísindamenn hafa fundið gen sem þeir telja að auki líkurnar á því að fá hjartaáfall, segir í Mail Online í dag.

-Auglýsing-

Vísindamenn við Hjartamiðstöðina í Munchen í Þýskalandi telja að þeir sem bera genið séu 15 prósent líklegri til að fá hjartaáfall en þeir sem ekki bera það. Þeir segja að meira en helmingur þeirra sem skoðaðir voru hafi genið. Rannsakendur skoðuðu 30.000 manns og fannst genið i 64 prósent af þeim að því er kemur fram í grein um málið í Þýska blaðinu The Local.

Prófessor Heribert Schunkert útskýrði að fólk með þessa erfðafræðilegu stökkbreytingu hefði blóðflögur sem hefðu meiri samloðunarhæfni. Þetta leiðir af sér að blóðflögur þeirra eru líklegri til að teppa æðar og mynda blóðtappa og leiða til hjartaáfalls.

Vísindamennirnir vona að niðurstöður þeirra muni auðvelda læknum að segja til um hvaða sjúklingar eru líklegastir til að hafa hjartaáfall og þetta muni leiða til betri meðferðar. Verið er að vinna á próf sem hjálpar læknum að greina hvort sjúklingur er með þetta gen eða ekki.

Þetta er ekki í fyrsta skipti vísindamenn halds því fram að þeir hafi hafa fundið hjartaáfalls-genið.

- Auglýsing-

Árið 2004 fundu Japanskir vísindamenn stökkbreytingu í geni sem kemur oftar fram hjá fórnarlömbum hjartaáfalla en öðrum og telja þeir að stökkbreytingin geti haft áhrif á bólgur í slagæðum sem flytja blóð til hjartans. Þegar æðin stíflast og blóðflæðið stöðvast getur það valdið hjartaáfalli.

Japönsku vísindamennirnir, undir forystu Toshihiro Tanaka, frá Institute of Physical og Chemical Research í Tokyo, tóku DNA sýni úr meira en 2.600 japönskum sjúklingum sem höfðu fengið hjartaáfall. Þessi sýni voru borin saman við sýni úr 2500 sjálfboðaliðum.

Sjúklingarnir sem höfðu fengið hjartaáfall voru marktækt líklegri til að bera ákveðna stökkbreytingu í geni sem framleiðir prótein sem kallast galectin-2.

Galectin -2 er þekkt fyrir að bindast sameind sem hjálpar við bólgumyndun og losnar úr læðingi í kransæð þegar æðaskella rifnar, eða blæðing verður, sem eykur hættu á hjartaáfalli.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-