-Auglýsing-

Vinnustöðvun brot á kjarasamningi

Landspítalinn lítur svo á að ráðningarsamningur LSH og unglækna sé í fullu gildi og að unglæknum beri skylda til að efna ráðningarsamning sinn. Fram kemur í yfirlýsingu frá Landspítalanum í morgun að spítalinn líti ólögmætar þvingunaraðgerðir alvarlegum augum. Um sé að ræða samningsbundna starfsmenn sem ákveði einhliða að mæta ekki til vinnu. Slíkt sé skýrt brot á kjarasamningi.

Úr yfirlýsingu Landspítalans:

Vaktabreytingar unglækna og áhrif þeirra:

1. Vaktabreytingarnar eru nauðsynlegar til að bæta samfellu í meðferð sjúklinga og hefur LSH staðið löglega að breytingunum í alla staði og haft samráð við unglækna um málið a.m.k. frá því sl. haust.

2. Nýtt vaktafyrirkomulag bætir samfellu í meðferð sjúklinga og eflir námstækifæri unglækna.

3. Nýtt vaktakerfi styttir vinnulotur úr 16 klukkustundum í 13 klukkustundir  þannig að þær falli betur að alþjóðlegum tilskipunum um vinnutíma, sem gera ráð fyrir 11 klukkustunda hvíldartíma á sólarhring.

- Auglýsing-

4. Aðgerðir unglækna stofna í hættu áralangri uppbyggingu framhaldsmenntunar í læknisfræði á LSH og er ljóst að endurskoða þarf þau mál frá grunni. Ólögleg útganga unglækna úr störfum sínum sýnir einnig að þörf er á gagngerri endurskoðun allra starfa unglækna á LSH.

5. Dagvinnustundum unglækna fjölgar lítilega en á móti halda þeir óskertum launum. Það kemur til vegna þess að endurskoðun vinnutilhögunar hjá öllum heilbrigðisstéttum, vegna kröfu um niðurskurð, miðar að því að aukið hlutfall vinnu á spítalanum fari fram á dagvinnutíma. Í ljósi þeirra stórfelldu niðurskurðaráforma sem LSH stendur frammi fyrir verður að ná fram hagræðingu á spítalanum. Þessi vaktabreyting er liður í þeim aðgerðum.

6. Einhver röskun á starfsemi spítalans gæti orðið tímabundið vegna útgöngunnar en spítalinn mun nýta ýmis úrræði og öryggi sjúklinga verður  tryggt.

Hjördís Þórey Þorgeirsdóttir, formaður félags unglækna, segir forsvarsmenn spítalans ekki vera tilbúna til að ganga að meginkröfu unglækna. Þeir hafi komið með hugmynd um að stofna nefnd sem ætti að skoða breytinguna á vaktafyrirkomulaginu eftir að henni væri komið á. Hún segir að engin loforð hafi verið gefin um að fylgt yrði eftir löggjöf um hámarksvinnutíma sem sé grundvallaratriði í deilunni. Unglæknar hafi lagt til hvernig spítalinn gæti náð fram hagræðingu án þess að brjóta tilskipun ESB um hámarksvinnutíma. Auka eigi vinnutíma upp úr öllu valdi. Hann fari upp í  60 tíma á viku á meðan flestir telji að 40 tímar séu nóg. Þetta gæti ógnað öryggi sjúklinga og engin leið sé að samræma svona vinnutíma eðlilegu fjölskyldulífi. Hjördís segir að læknarnir sem hætti séu í framvarðarsveit; deildarlæknar og aðstoðarlæknar svokallaðir.

frettir@ruv.is

www.ruv.is 01.04.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-