Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur farið fram á fund í heilbrigðisnefnd Alþingis vegna framkvæmdar fjárlaga. Fer Guðlaugur Þór sérstaklega fram á að landlæknir verði boðaður á fundinn.
Í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum segir, að fréttir um tilviljanakennda niðurfellingu þjónustu víðsvegar um landið gefi tilefni til þess að kalla eftir upplýsingum um hver sé stefna stjórnvalda í niðurskurði í heilbrigðismálum og hvernig eigi að uppfylla öryggisskilyrði í heilbrigðisþjónustu.
-Auglýsing-
www.mbl.is 01.02.2010
-Auglýsing-