-Auglýsing-

Vill að Landspítalinn verði ohf.

Vel kemur til greina að gera Landspítalann að opinberu hlutafélagi. Þetta er mat Björns Zoëga, annars starfandi forstjóra spítalans. Vilhjálmur Egilsson, formaður nefndar um Landspítalann, segir slíkt rekstarform geta aukið sveigjanleika í rekstri.

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra skipaði í október nefnd til að skoða rekstur Landspítalans gaumgæfilega. Vilhjálmur Egilsson, fer fyrir nefndinni en hún á að skila niðurstöðum í júní. Nokkurs óróa gætir meðal starfsmanna Landspítalans vegna óvissu um framtíð hans.

Magnús Pétursson, hætti sem forstjóri spítalans í byrjun mánaðarins og nýr forstjóri verður ekki ráðinn fyrr en 1. september. Á meðan gegna Anna Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, og Björn Zoëga, framkvæmdastjóri lækninga, sameiginlega starfi forstjóra spítalans.

Birni Zoëga finnst koma til greina að einfalda þurfi stjórnun spítalans. Hvort sem það verði gert með því að breyta lögum eða rekstrarformi spítalans.

Vilhjálmur Egilsson segir að skoðað verði hvort gera eigi Landspítalann að opinberu hlutafélagi, nefndin hafi ekki tekið ákvörðun um neitt enn. Hann viti hins vegar til þess að vilji sé til þess hjá mörgum innan spítalans að svo verði og að reynsla frá Noregi sé góð. Verði Landspítalinn gerður að opinberu hlutafélagi gæti það aukið sveigjanleika í rekstri.

www.ruv.is 20.04.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-