-Auglýsing-

Vikudagsbréfin

Björn og MjöllÞegar veikindi banka upp á er mikilvægt að vera í góðu sambandi við sína nánustu því stundum er það eitt af því fáa sem er eftir í alvarlegum veikindum.

Hjartasjúkdómar læðast oft aftan að okkur og koma okkur að óvörum. Sem betur fer er oft hægt að grípa inn í og forða miklum skaða en stundum tekur við óvissa og afleiðingar á líf okkar ófyrirséðar.

Verum því ekki spör á að segja fólkinu okkar að við elskum það og hvað sé okkur mikilvægt að eiga þau að, við vitum aldrei hver er næstur.

Fyrir nokkrum árum keyptum við Mjöll bók á Amazon sem hét The Wedensday letters. Þetta var falleg ástarsaga um fullorðin hjón sem voru nýlátin og börnin þeirra voru að fara í gegnum eigur þeirra.

Við þessa yfirferð þá ráku börnin þeirra – sem voru þá öll orðin fullorðið fólk – augun í kassa sem voru fullir af bréfum. Þau opnuðu kassann og sér til mikillar undrunar uppgötvuðu þau mikið magn af bréfum sem foreldrar þeirra höfðu skrifað hvort öðru í gegnum árinn.

Það sem var ennþá merkilegra við þessi bréf var að hjónin höfðu skrifað bréfin til hvors annars þó svo þau hafi ekki verið aðskilin, þetta voru miðvikudagsbréfin.

- Auglýsing-

Við Mjöll heilluðumst svo að sögunni að allar götur síðan höfum við alltaf öðru hvoru sent hvort öðru bréf sem við höfum skýrt eftir þeim vikudegi sem við sendum þau til hvors annars. Við höfum notað þetta form þegar við höfum átt erfitt, þegar við höfum glaðst og ekki síst þegar við erum þakklát fyrir hvort annað og finnum fyrir ástinni í hjartanu.

Þetta hafa ekki verið regluleg skrif en þó stundum þannig að við höfum jafnvel skrifast á í nokkur skipti. Þessi bréf hafa með tímanum verið okkur dýrmætari og dýrmætari því þar höfum við leyft því að flæða fram sem hvílir mest á okkur þá og þá stundina.

Því miður hafa ekki öll þessi bréf varðveist en þau eru okkur afar kær og góð áminning um hvað það er sem skiptir máli í lífinu.

Það er góð tilfinning að finna ástina í hjartanu og það er mikilvægt að minna sig á hana reglulega því ekkert í þessu lífi er sjálfsagt.

Eftir því sem árin líða finn ég hvað minningarnar í lífinu eru mér mikilvægar og bréfaskriftirnar okkar Mjallar, minna mig á hvað það er gott að elska og vera elskaður.

Góða helgi

Reykjavík 9. Ágúst 2013

Björn Ófeigsson
bjorn@hjartalif.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-