-Auglýsing-

Viðbættur sykur getur verið lífshættulegur

SykurNýleg rannsókn, sú stærsta sinnar tegundar, hefur sýnt fram á tengsl milli mikillar neyslu viðbætts sykurs og hjartasjúkdóma samkvæmt USA Today.

Það getur verið að sykur sé ekki aðeins fitandi fyrir þig, heldur getur hann einnig verið að draga þig til dauða.

Samkvæmt nýrri rannsókn, sem er sú stærsta sinnar tegundar, þá getur of mikið af viðbættum sykri úr gosdrykkjum, kökum, kexi og nammi aukið hættuna á hjartasjúkdómum.

„Hættan á dauða sökum hjarta- og æðasjúkdóma stigmagnast eftir því sem neysla á viðbættum sykri eykst“ segir megin rannsakandinn, Quanhe Yang hjá miðstöð sjúkdómsvarna og forvarna.

Árið 2010 þá fékk fullorðinn bandarískur einstaklingur um 15% af daglegum kaloríufjölda úr viðbættum sykri (300 kaloríur á dag miðað við 2000 kaloríu mataræði). Það er talsvert meira en Bandarísku Hjartasamtökin mæla með, en það er undir 100 kaloríur fyrir konur (sex teskeiðar) og 150 kaloríur fyrir karla (níu teskeiðar).

Rannsóknin leiddi í ljós að fólk sem fékk meira en 21% af daglegum kaloríufjölda úr viðbættum sykri var í tvöfaldri hættu á að fá hjartasjúkdóm miðað við þá sem fengu minna en 10% af daglegum kaloríufjölda úr viðbættum sykri. Einnig voru þeir sem drekka sykraða drykki sjö sinnum í viku eða oftar í 29% meiri hættu á að látast sökum hjartasjúkdóms heldur en þeir sem drukku einn eða færri.

- Auglýsing-

Einn rannsakandinn leggur áherslu á það að tengsl eru talin vera milli viðbætts sykurs og háþrýstings, kólestróls og lifravandamál sem og að gera insúlín minna áhrifaríkt í því að lækka blóðsykur.

Þýtt og endursagt af USA Today. 

Hanna María Guðbjartsdóttir

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-