-Auglýsing-

Veikindi hafa mikil áhrif á kynlíf

iStock 000017931989XSmallAthyglisverð grein birtist á visi.is í lok maí á þessu ári en þar er viðtal við Jónu Ingibjörgu Jónsdóttur hjúkrunarfræðing og klínískan kynfræðing um áhrif veikinda á getu okkar til að stunda kynlíf.

Þetta er merkilegt verkefni sem Jóna Ingibjörg vinnur að en ég sakna þess að sjá ekki hjartasjúkdóma upptalda í markhópum verkefnisins því hjartasjúklingar lenda oftar en ekki í töluverðum vanda með kynlífið þegar hjartasjúkdómar banka upp á. En hér er viðtalið af Vísi.is.

Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og klínískur kynfræðingur, segir það ákaflega mikilvægt að fólk sem glímir við langvinn veikindi fái fræðslu og ráðgjöf við hæfi um kynlíf. Sjúkdómsgreiningar og meðferðir geta haft mikil áhrif á sjálfsmynd fólks og sambönd. Margir uppplifa miklar breytingar á kynlífi í kjölfar veikinda og meðferða, hvort sem það er lyfjameðferð, geislar eða aðgerðir.

Líkamleg og andleg vandamál

„Sjúklingar glíma stundum við djúpstæð og erfið vandamál, bæði andleg og líkamleg, sem geta haft mikil áhrif á getu þeirra til að stunda kynlíf. Bæði veikindi og meðferðir geta til dæmis haft áhrif á hormón, taugar og blóðflæði“, segir Jóna.

Jóna vinnur nú að verkefninu Kynlíf og veikindi í samstarfi við Landspítala. Um er að ræða tveggja ára tilraunaverkefni sem hófst 1.mars með það að leiðarljósi að bæta þjónustu fyrir langveika. Markhópar verkefnisins eru fólk með krabbamein, MS, sykursýki, gigt, nýrnasjúkdóma og ígrædd líffæri. Tilgangurinn er tvíþættur, annars vegar að fræða heilbrigðisstarfsólk um kynheilbrigði og kynlíf svo að opin umræða um slíkt verði sjálfsagður hlutur af meðferð. Hins vegar er tilgangurinn að sjúklingum og mökum þeirra standi til boða kynlífsráðgjöf hjá fagaðila.

- Auglýsing-

Fólk ánægt með að geta rætt málin á hipsurslausan hátt

Aðspurð segir Jóna viðbrögð sjúklinga hafa verið mjög góð að fólk komi víða að. Fólk sé ánægt með að geta rætt málin á hispurslausan hátt. „Fólk er almennt mjög ánægt með þetta og mörgum finnst þetta í rauninni sjálfsögð þjónusta. Kynlíf hefur því miður lengi verið ákveðið feminsmál og tabú í samfélaginu og fræðsla og ráðgjöf til sjúklinga um þetta málefni er kannski eitthvað sem hefur verið ábótavant í gegnum tíðina. Ég er alveg ofboðslega ánægð með framgang þessa verkefnis, þetta er eitthvað sem ég hef alltaf viljað gera“, segir Jóna sem vonar að verkefnið haldi áfram sem eðlileg þjónusta innan spítalans eftir tvö ár.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Kynlífs og veikinda.  

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-