-Auglýsing-

Varar ráðherra við klúðri

Sjúkrabíll„Þið viljið ekki kasta þessari þekkingu og áratugareynslu starfsfólks og stjórnenda SHS út um gluggann. Þið eruð svo stutt frá einu stærsta pólitíska klúðri sem sögur fara af hérlendis.

Ég bið ykkur að sýna okkur hjá SHS virðingu og þakklæti í verki með því að standa við ykkar hluta samningsins svo að við getum eytt allri óvissu og haldið ótrauð áfram sem ein liðsheild í því sem við erum best í. Að bjarga lífi, umhverfi og eignum.“

Þannig lýkur opnu bréfi sem Stefnir Snorrason, slökkviliðsmaður og bráðatæknir, sendi heilbrigðisráðherra, fjármálaráðherra, forsætisráðherra og velferðanefnd Alþingis í gær. Tilefni bréfsins er framtíðarfyrirkomulag sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu en Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hefur sagt að þeir kunni að verða færðir til Landspítalans frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eins og verið hefur.

Ráðherrann hefur boðað að tekin verði ákvörðun í þeim efnum í lok þessa mánaðar en fyrri ríkisstjórn hafði áður gengið frá samkomulagi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um að slökkviliðið sæi áfram um sjúkraflutningana. Stefnir segist engin viðbrögð hafa fengið við bréfinu enn en hann viti þó til þess að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sé að skoða málið.

„Ég hef of oft þurft koma inn á heimili þar sem einhver höndlaði ekki álagið lengur og tók líf sitt. Stigið inn í heimilisofbeldi þar sem fjölskyldan er að liðast sundur, börnin brotin og engin von sjáanleg. Og allan annan mannlegan harmleik sem þið getið, eða getið ekki ímyndað ykkur. Já sumt situr í sálinni og gleymist aldrei, og ekki sjálfgefið að til sé fólk sem velji þetta sem atvinnu. En mannskapurinn sem hefur valist í þetta hjá SHS er ótrúlegur. Þennan mannauð viljið þið ekki hafa í lausu lofti,“ segir ennfremur í bréfinu.

Bréf Stefnis Snorrasonar í heild

- Auglýsing-

Af vef mbl.is 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-