-Auglýsing-

Útlendingar manni fræðingastöður?

Hugsanlegt er að stöður skurðhjúkrunarfræðinga og geislafræðinga sem sagt hafa upp störfum á Landspítalanum verði mannaðar með erlendum starfsbræðrum þeirra og systrum. Anna Stefánsdóttir, starfandi forstjóri Landspítala, segir að enn sé meira en vika til stefnu þangað til uppsagnir skurðhjúkrunarfræðinga og geislafræðinga koma til framkvæmda.

Enn sé verið að ræða við þá sem sagt hafa upp og ekki sé enn ljóst hversu margir koma til með að hætta. Uppsagnir tæplega 100 skurðhjúkrunarfræðinga og á fimmta tug geislafræðinga koma til framkvæmda eftir rúma viku.

-Auglýsing-

Anna Stefánsdóttir segir að enn sé tími til stefnu; ekki sé ljóst hversu margir komi til með að hætta og ekki sé búið að ræða við alla þá sem sagt hafa upp. Ekki er enn farið að fresta aðgerðum vegna fyrirhugaðra uppsagna en Anna segir að stjórnendur séu farnir að velta því fyrir sér hvernig verði brugðist við komi uppsagnirnar til framkvæmda. Ekki sé tímabært að gefa upp hvernig það verði gert. Hún segir að það komi til greina að ráða erlenda starfsmenn í stað þeirra íslensku svo framarlega að þeir hafi sömu menntun og þjálfun og það fólk sem sagt hefur upp.

Ástæða uppsagna geislafræðinga og skurðhjúkrunarfræðinga er breytt vaktafyrirkomulag. Báðir hóparnir telja að breytingarnar þýði að til að fá sömu laun og þeir hafa í dag þurfi þeir að vinna meira og við það er fólk ekki sátt.

Heyra má umfjöllun fréttastofu útvarps hér

www.ruv.is 22.04.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-