-Auglýsing-

Uppskrift helgarinnar frá Holta-kjúklingi

Kjuklingapasta med villisveppumMatreiðslumaðurinn Úlfar Finnbjörnsson sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar eldar hann ljúffenga rétti úr Holtakjúklingi fyrir áhorfendur. 

Þættinir eru auk þess aðgengilegir hér á HjartaTVíinu okkar hér á hjartalif.is auk þess sem hægt er að fara beint í uppskriftarsafn Holta hér.

Í dag færir Úlfar lesendum uppskrift að kjúklingapasta með villisveppum.

2 msk. olía

600 gr. kjúklingalundir frá Holta

200 gr. villisveppir í bátum eða kjörsveppir

- Auglýsing-

1 laukur skorinn í báta

1-2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir

1 búnt steinselja, smátt söxuð

2 dl hvítvín

50 gr. kalt smjör í teningum

600-800 gr. soðið heitt Barilla penne pasta

Salt og nýmalaður pipar

Hitið wokpönnu eða stóran pott og steikið kjúklingalundirnar í 3-4 mínútur í olíu. Bætið þá sveppum, lauk og hvítlauk á pönnuna og steikið í 2 mínútur í viðbót. Þá er hvítvíninu og steinseljunni bætt á pönnuna og vínið soðið niður um 3/4. Takið þá pönnuna af hellunni og bætið smjörinu saman við. Hrærið í með sleif þangað til smjörið hefur bráðnað. Blandið pastanu vel saman við í pönnunni og smakkið til með salti og pipar. Berið réttinn fram með t.d. góðu salati og brauði.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-