-Auglýsing-

Þriðja hvert dauðsfall af völdum hjartasjúkdóma

Hjartasjúkdómar verða flestum að aldurtila í heiminum samkvæmt skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO um dánarosakir í 112 löndum heims. Um það bil 29% dauðsfalla á hverju ári má rekja til hjartasjúkdóma. Dánarorsök 16,2% má rekja til smitsjúkdóma ýmis konar og krabbamein er dánarorsök 12,6% þeirra sem deyja á hverju ári.

Tölur WHO eru frá árinu 2004 en nýrri tölur er ekki að fá að sögn talsmanna WHO. Hlutföllin hafa þó ekki breyst frá árinu 1990 þegar WHO tók fyrst saman tölur um dánarorsakir.

Samkvæmt skýrslu WHO má rekja tæplega 60% dauðsfalla í heiminum til hjartasjúkdóma, smitsjúkdóma og krabbbameina.

Colin Mathers sérfræðingur hjá WHO segir að fyrir fáum áratugum hafi smitsjúkdómar orðið flestum að aldurtila. Nákvæmar tölur liggi þó ekki fyrir.

58,8 milljónir manna létust í heiminum árið 2004, flestir 60 ára og eldri. Í einu af hverjum fimm tilfellum létust börn yngri en 5 ára.

Hlutfall dauðsfalla af völdum hjartasjúkdóma hafa lítið breyst frá síðustu samantekt WHO, árið 2002. Hins vegar hefur dregið úr dauðsföllum af völdum smitsjúkdóma á sama tíma. Árið 2002 mátti rekja 19,1% dauðsfalal í heiminum til smitsjúkdóma en 16,2% árið 2004. Fækkunina má rekja til færri dauðsfalla af völdum alnæmis.

- Auglýsing-

„Dauðsföllum af völdum malaríu hefur líka fækkað umtalsvert, sem og af völdum mislinga. Þökk sé bólusetningu,“ segir Colin Mathers.

Hjartasjúkdómar verða fleiri konum að aldurtila en körlum. Hjá konum eru hjartasjúkdómar dánarorsökin í 31,5% tilfella en 26,8% hjá körlunum. Skýringin er sú að konur lifa gjarnan lengur en karlar. Hins vegar er meiri hætta á að karlar fái hjartasjúkdóma og kvilla þeim tengda. „Karlar glíma frekar við ofþyngd eða offitu, skortir frekar hreyfingu og þeir borða meiri fitu og salt,“ segir Colin Mathers.

Ofarlega á lista yfir dánarorsakir í heiminum eru öndunarfærasjúkdómar, s.s. lungnabólga, astmi, ónæmi og slys og drukknanir.

www.mbl.is 27.10.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-