-Auglýsing-

Þrek íslenskra karla lítið

Hjarta- og æðasjúkdómum mun fjölgar mjög hér á landi á næstunni vegna hreyfingaleysis. Þetta segir íþróttafræðingur sem hefur áhyggjur af ástandinu. Margir ungir menn hreyfa sig minna en aldraðir og hreyfihamlaðir.

Í gær greindum við frá því að undanfarna tvo áratugi hafi þol Dana minnkað til muna. Sama er uppi á teningnum hér á landi. Alvarlegust er ástandið meðal karla í aldurshópnum 18-24 ára, þeir eru of þungir og þreklausir.

Kári Jónsson er lektor í íþróttafræðum við íþróttaskólann á Laugavatni. Hann hefur rannsakað þol ungra karlmanna hér á landi.

Hann segir þetta mikið áhyggjuefni. Ástandið sé verra núna en nokkru sinni fyrr..

Eina ráðið er að menn borði hollari mat og hreyfi sig meira.

Hreyfimælar voru settir á þá sem tóku þátt í könnun Kára. Í ljós kom að margir hreyfðu sig minna en hálftíma á dag.

- Auglýsing-

Hann bendir einnig á að þeir drengir sem stundi líkamsrækt leggi mesta áherslu á að byggja upp vöðva í stað þess að bæta þolið.

www.ruv.is 07.01.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-