-Auglýsing-

Traust stuðningsnet

Styrkjum hjartaþræðinaBæði Hjartaheill og Neistinn mynda ómetanlegt stuðningsnet fyrir fjölskyldur hjartveikra barna hér á landi.

Tvíburabræðurnir Valur Pálmi og Guðlaugur Agnar Valssynir fæddust í maí árið 1995. Fljótlega kom í ljós að Valur Pálmi var með hjartagalla sem kallast ferna Fallots og er í raun fjórþættur hjartagalli að sögn föður þeirra, Vals Stefánssonar. “Eftir sólarhringsskoðun kom í ljós að ekki var allt með felldu og var hann í kjölfarið sendur til Hróðmars Helgasonar hjartasérfræðings. Okkur var sagt að hann þyrfti að fara í aðgerð en þó ekki fyrr en hann yrði 18 mánaða.” Þær ráðagerðir breyttust þó og um tveggja mánaða aldur gekkst hann undir bráðauppskurð í London þar sem lungnaslagæðin var að lokast. Aðgerðin gekk mjög vel en Valur

Pálmi veiktist aftur skömmu síðar og átti hann sitt annað heimili á Landspítalanum fyrsta árið. Tvíburarnir héldu þar upp á eins árs afmælið sitt og daginn eftir var aftur flogið til London í aðra aðgerð. Hún gekk vel en Valur Pálmi þurfti á næstu árum að glíma við stöðugar sýkingar enda með viðkvæmt ónæmiskerfi.

Samtals hefur hann farið í tvær opnar hjartaaðgerðir, nokkrar hjartaþræðingar og þess á milli í ísótóparannsókn á hjarta og lungum. “Svona veikindi taka eðli málsins samkvæmt mikið á fjölskylduna. Við höfum fengið ómældan stuðning frá Neistanum, sem er styrktarfélag hjartveikra barna. Sjálfur var ég formaður félagsins um tíma auk

þess sem ég sat í stjórn Hjartaheilla um tíu ára skeið. Fjölskyldan kann bæði Hjartaheill og Neistanum bestu þakkir fyrir alla þá aðstoð sem hún hefur fengið frá þeim gegnum árin.”

Í dag er Valur Pálmi 18 ára gamall og stundar nám við Tækniskólann. “Helstu áhugamál hans eru golf auk þess sem hann hefur mikinn áhuga á flugi. Við afi hans höfum einkaflugmannspróf og stefnir hann á slíkt próf sjálfur. Mestur frítími hans fer þó í bogfimi sem hann hóf að stunda fyrir rúmum fjórum árum. Hann hefur þrívegis orðið Íslandsmeistari í unglingaflokki og varð í fjórða sæti í Íslandsmeistaramóti utandyra í flokki fullorðinna í sumar.”

- Auglýsing-

Greinin birtist í Fréttablaðinu laugardaginn 5. október 2013

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-