-Auglýsing-

Tónlistin hefur jákvæð áhrif á hjartaheilsu

Karlakór Reykjavíkur
Karlakór Reykjavíkur

Tónlist virðist geta haft styrkjandi áhrif á hjartað og hjálpað einstaklingum með hjartasjúkdóma í endurhæfingu og ná betri hjartaheilsu, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem The Telegraph greindi frá fyrr á árinu. Nú þegar jólin nálgast er upplagt tækifæri til að reyna þetta á eigin skinni þegar við hlustum á þau jólalög sem snerta streng í hjartanu.

Hjartasérfræðingur segir að þessar niðurstöður gefi til kynna að allir geti bætt hjartaheilsu sína með því að hlusta á uppáhalds tónlistina sína.

Í rannsókninni var 74 einstaklingum með hjartasjúkdóm skipt í þrjá hópa. Einn hópurinn var látinn mæta í tíma í líkamsrækt 3x í viku, annar hópur var látinn mæta í sömu tíma en átti einnig að hlusta á tónlist að eigin vali í 30 mínútur á dag. Þriðji hópurinn átti svo aðeins að hlusta á tónlist í 30 mínútur á dag, en ekki stunda líkamsrækt.

Til að skoða virkni hjartans var meðal annars mælt efnið endothelial, en það er mikilvægt til að viðhalda svörun æðakerfisins. Þessi mæling og fleiri tengdar hjartavirkni höfðu batnað töluvert hjá þeim hópi sem hafði hlustað á tónlist og stundað líkamsrækt. Afkastageta þeirra sem hlustuðu á uppáhaldstónlistina sína í ræktinni jókst um 39%. Hópurinn sem stundaði einungis líkamsrækt bætti afkastagetu sína í líkamsrækt um 29%, og þeir sem hlustuðu aðeins á tónlist juku hana um 19%.

Niðurstöðurnar voru kynntar á árlegri ráðstefnu Samtaka Evrópskra hjartasérfræðinga í Amsterdam. Aðal rannsakandinn, prófessor Delijanin Ilic frá Háskólanum í Serbíu segir að þegar við hlustum á tónlist sem okkur líkar þá framleiðir heilinn endorfín sem hefur góð áhrif á æðakerfið. Það er engin uppskrift að góðri tónlist, fólk verður að hlusta á það sem því þykir skemmtilegt.

Prófessor Ilic segir þó að aðrar rannsóknir hafi bent til þess að ákveðnar týpur af tónlist séu ekki eins góðar fyrir hjartað. Þungarokk er talið geta aukið stress meðan ópera, klassísk tónlist og önnur „glaðleg“ tónlist er talin líklegri til að auka framleiðslu endorfíns. Einnig heldur hún að tónlist án orða geti verið betri þar sem orð geta sett okkar í tilfinningalegt uppnám.

- Auglýsing-

Þýtt og endursagt af the Guardian.

Hanna María Guðbjartsdóttir

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-